Túristar
Laugardagur 22. maí 2004 (HMG) - [Sett á vefinn mánudaginn 14. júní 2004]
Á laugardeginum tók Siggi, vinnufélagi Finns, okkur undir sinn verndarvæng og fór með okkur í útsýnistúr um Montreal og nánasta nágrenni.
Heilagur Sigurður
Siggi á 3ja mánaða dóttur (Ísold er 2 mánuðum yngri en Anna Sólrún)
svo hann mætti með bílstólinn hennar.
Fyrsta mál á dagskrá var að keyra af stóru eyjunni yfir á litla hliðareyju.
Til þess keyrðum við hálfa leið yfir þessa brú, sem nefnist Jacques-Cartier brúin.
Við það að verða étin af brúinni.
er Biosphere þeirra Bandaríkjamanna sem stendur ennþá.
Hann Siggi benti okkur svo á að við værum að keyra á Formúlu 1 braut þeirra Montreal búa!! :)
Við stoppuðum fljótlega, lögðum bílnum og héldur af stað á tveimur jafnfljótum.
Með í för voru Tristan og Aron synir Sigga, og þeir komu auga á eitthvað
sem hreyfðist í dekkjastæðunum...
Ætli þetta sé íkorni?...
Við kvöddum litla dýrið og strákarnir héldu áfram á undan á hlaupahjólunum sínum.
Komin að þessari líka fínu tjörn.
Bannað að synda.
Komin aftur á brautina. Listræn mynd af "böttunum".
Eftir þennan fína göngutúr fórum við aftur í bílinn og keyrðum fram hjá öðru
mannvirki frá World Expo '67 - í þetta sinn " Habitat '67". Þetta hús mun vera
frægt fyrir það að öll rými hafa glugga og engir tveir gluggar vísa á hvorn annan.
Horft yfir ána í áttina að miðbænum.
Við stoppuðum því næst hjá einum skipaskurðinum og gengum í
áttina að gamla bænum þar sem við ætluðum að hitta Tomma og Stínu.
Hrefna og Siggi ganga fram hjá svörtum risakarli.
Séð eftir skipaskurði. Þetta er líklega ekki aðalskipaskurðurinn sem liggur
fram hjá Montreal - en hann var flottur samt.
Daniel McAllister - dráttarbátur extraordinaire... :)
Kannski að það sé kominn tími til að mála...
Áð hjá drykkjamaskínum til að svala þorstanum.
Við enduðum í "Science museum" þar sem við keyptum okkur
hamborgara og franskar kartöflur með ostbitum og brúnni sósu,
sem mun vera sér-kanadískt fyrirbæri... :)
í heimsókn til að hjálpa til við að skipuleggja brúðkaup þeirra fyrrnefndu í ágúst.
Spjalli spjalli! :)
Eftir hamborgaraátið var farið í CostCo og keyptar birgðir fyrir grillveislu kvöldsins.
Hér eru Aron og Tristan að þjálfa jafnvægisskynið... :)
Víííí!!! Litlar kókflöskur!!! :)
Síðan fórum við heim til Sigga og Yvonne! Þar beið hin þriggja mánaða Ísold! :)
Algjör dúlla! :)
Hún sofnaði hins vegar fljótlega í rólunni sinni...
Siggi kominn á grillvaktina. Nammi! Grillaðir portobello sveppir! :)
Fljótlega komu tvö önnur íslensk pör í heimsókn, svo það var kátt á hjalla! :)
Á meðan Ísold svaf yfirtók Anna leikhringinn hennar.
Hvar er ég!?!?! :)
Þegar Ísold vaknaði fór Anna í róluna... En hvað það er þægilegt
að heimsækja fólk sem á börn á svipuðum aldri og maður sjálfur! :)
Þriðja ungabarnið á svæðinu fór loksins í róluna! Hér er kominn
Hilmar Goði Hilmarsson - 2ja mánaða! :)
Það var alvöru (ör)byssa upp á vegg! :)
Svo var komið að kvöldmatnum - hann var alveg frábærlega ljúffengur! :)
Hér eru Jói og Jóhanna, Dassa (kona Hilmars) og Finnur ásamt kollinum á Önnu.
Haukur Breki missti eina framtönn í neðri góm á meðan veislunni stóð! :)
Yvonne með Ísold (svolítið hissa). :)
Yvonne er bresk en talar alveg fantagóða íslensku! :)
Hilmar með Hilmar og Yvonne með Ísold.
Afskaplega sæt fjölskylda... :)
Að lokum - Siggi vanur með Ísold. Við kvöddum síðan og
Jói (vinnufélagi Finns) og Jóhanna keyrðu okkur heim á hótel.
Daginn eftir lögðum við í hann aftur til Kaliforníu. Það kom í ljós að bandaríska
vegabréfaeftilitið er Í KANADA (til að auðvelda viðskipti á milli landannda).
Það var skemmtileg tilbreyting að eiga ekki eftir að fylla út endalaus eyðublöð
og bíða í röð á flugvellinum í San Fran - heldur lentum við innanlands-megin.
Eins og áður var vélin bara hálffull - svo við fengum þrjú sæti
út af fyrir okkur. Hér er Anna að sýna hvernig maður situr
í sæti og sleikir puttana sína um leið! :)
Comments:
|