Friends kveðja
Fimmtudagur 6. maí 2004 (FBÞ) - [Sett á vefinn sunnudaginn 23. maí 2004]
Siggi og Jennifer buðu okkur í Friends kveðjuveislu í tilefni þess að síðasti þátturinn (ever) af Friends fór í loftið á fimmtudeginum. Það var búið að leggja mikið púður í að auglýsa þennan allra allra síðasta þátt og kostaði líka skildinginn að fá að auglýsa í þættinum (2 milljónir dollara fyrir 30 sekúndur) enda búist við áhorfendafjölda upp á tugi milljóna sem reyndist rétt - um 52 milljónir áhorfenda). Við Hrefna horfðum mikið á þessa þætti meðan við vorum heima á Íslandi en duttum út úr því eins og öllu öðru sjónvarpsefni þegar við komum til sjónvarpslandsins mikla, eins öfugsnúið og það er. :)
Jennifer með Jesiggu (yngri dótturina) og Hrefna með Önnu
Jesiggu langar í myndavélina
Jóhanna (eldri systir) með brúðuna sína
Jóhanna, Jesigga og Jennifer
Það er hefð í þeirra fjölskyldu að kvenmannsnöfn byrji á "J".
Logi og Tassanee mættu líka
Síðasti þátturinn af Friends sýndur á breiðtjaldinu í stofunni :)
Þátturinn var annars ágætur, alltaf gaman að vinum. :)
Jesigga steinsofnuð á gólfinu
ZZZzzzzz.....
Þökkum kærlega fyrir okkur! :)
Svo í lokin, tvær myndir af Önnu sem teknar voru fyrr um daginn...
Í afastólnum
Kát og glöð :)
Comments:
|