Páskadagur
Sunnudagur 11. apríl 2004 (HMG) - [Sett á vefinn sunnudaginn 9. maí 2004]
Við Finnur héldum páskana hátíðlega með að bjóða nokkrum vinum okkar í mat með nákvæmlega engum fyrirvara (eins og okkar er vani). Kerri er líka með myndir frá þessum degi hérna.
Fyrsta verk okkar var að opna fyrsta páskaegg Önnu Sólrúnar
sem Anna amma hennar sérvaldi fyrir hana á Íslandi og merkti í bak og fyrir.
Allra fyrsti málshátturinn hennar Önnu Sólrúnar reyndist vera:
"Segðu ekki allt sem þú hugsar en hugsaðu allt sem þú segir."
Ekki slæmur málsháttur það! :) Við foreldrarnir sáum hins vegar um
að klára súkkulaðið - hún fékk það sko bara óbeint! :)
Hrefna með sitt páskaegg. Hún fékk málsháttinn "Gott er góðum að þjóna"
á meðan Finnur fékk "Álnir hamla auðugum að flýja"...
Kerri mætt (John var að keppa í hjólreiðum) og strax byrjuð að leika við
Önnu sem var í handprjónaða kjólnum frá Jóhönnu, vinkonu mömmu Hrefnu.
Finnur, Hrefna og Sarah voða upptekin í eldhúsinu.
Kerri með Önnu.
Við hjónakornin ennþá að elda... Það er greinilegt að páskamatur eldar sig ekki sjálfur!! :)
Loksins var maturinn til. Hér er CostCo páskaskinkan - vel dauð. :)
Páskamaturinn kominn á borð - Kerri, Finnur, Sarah og Augusto.
Eftir matinn var gripið í spil (pinocle) og Anna fylgdist grannt með
að mamma sín væri ekki að spila algjöra vitleysu.
Spilið tók svo á að skömmu seinna steinsofnaði Augusto!! Kannski að skinkan
hafi líkað haft eitthvað með það að gera... :)
Comments:
|