Silfurdagar
Laugardagur 27. mars 2004 (FBÞ) - [Sett á vefinn mánudaginn 12. apríl 2004]
Til að undirbúa skírnina þurfti að pússa silfrið í Álmholtinu á laugardeginum en þar sem þetta eru hátt í hundrað silfurhlutir af mismunandi stærðum og gerðum (sem tekur heila eilífð að pússa) þá ákvað ég að prófa að nota óhefðbundnar leiðir og framkvæma efnafræðitilraun í eldhúsinu! Efnafræðitilraunin fólst í því að nota nokkur algeng hættulaus efni sem fyrirfinnast í eldhúsinu og athuga hvort þau virki ekki til að hreinsa silfur.
Allt sem þarf er:
1 stk. álþynnu
slatta af sjóðandi heitu vatni
(ATH: ekki hitaveituvatn!)
salt
matarsóda
(Ég miða við 1/4 bolla af salti+matarsóda á hvern lítra vatns)
Framkvæmd: Leggið álþynnuna (Al) í botninn á íláti sem rúmar silfrið og
hellið vatninu (H2O) yfir. Setjið saltið (NaCl) og matarsódann (NaHCO3) út í og hrærið vel.
Setjið svo silfrið ofan í og gætið þess að það snerti álpappírinn. Látið þetta standa
um stund í lausninni og takið upp reglulega til að athuga árangurinn. Skemmtilegast er
að sjálfsögðu að leggja helminginn af silfurhlutnum í bleyti og taka reglulega
upp úr lausninni og bera helmingana tvo saman... :)
Tíminn sem það tekur að hreinsa silfrið var allt niður í 20-30 sekúndur per hlut upp í nokkrar mínútur
(því heitara sem vatnið er, því styttri tíma tekur þetta) en ef mjög hefur fallið á silfrið gæti þurft
nokkrar umferðir til að hreinsa það.
Hér má sjá silfurskálina og takið eftir að aðeins er búið að
dýfa botninum ofan í lausnina í stutta stund og hann
er strax orðinn mun hreinni en restin af skálinni.
Hér er búið að hreinsa botninn sem er orðinn glansandi og fínn og skálin
komin á hliðina til að hreinsa restina.
Silfurskálin var stærsti hluturinn sem þurfti að "pússa"
og því þurfti ég að notast við vaskinn, sem reyndist svo allt of stór fyrir
hina hlutina og því fann ég mér minni bakka til að pússa skeiðar og hnífa
og gaffla...
Ég mæli því með að notuð sé skál af þeirri stærð sem rétt rúmar stærsta
silfurhlutinn þannig að enginn hlið standi upp úr vatninu.
Þessi aðferð hefur tvo kosti fram yfir hefðbundnar
lausnir sem notast við hreinsiefni.
Í fyrsta lagi er hér um að ræða algjörlega hættulaus efni sem fást í hvaða eldhúsi sem er.
Og í öðru lagi (samkvæmt því sem ég hef lesið á Internetinu um þetta - en eins
og menn vita þá lýgur Internetið aldrei) þá er svarta húðin á silfrinu kölluð silfursúlfíð sem
er í raun silfur sem hefur gengið í efnasamband við brennistein. Þegar hreinsiefnin
eru notuð til að leysa upp silfursúlfíðið er í raun verið að strjúka part af silfrinu af.
Þetta er ekki raunin þegar álið og matarsódinn er notaður því að silfrið verður eftir
en brennisteinninn flyst í raun yfir á álið eins og sjá má á eftirfarandi efnafræðijöfnu:
3 Ag2S +
|
2 Al
|
->
|
6 Ag +
|
Al2S3
|
Silfursúlfíð
|
Ál
|
|
Silfur
|
Álsúlfíð
|
Ég held ég verði ríkur á að selja þetta sem hreinsiefni fyrir silfur á
íslenskum markaði, þið segið ekki neinum frá leyndarmálinu! ;)
Og rétt að geta þess að það gæti þurft að skipta um álpappír ef hann er
orðinn mjög svartur. :)
Það skal reyndar viðurkennt að það var svo mikið fallið á skálina að pabbi (Þórarinn)
fékk það hlutverk að klára að pússa hana með gömlu aðferðinni á meðan ég tók alla
silfur-hnífa, -gaffla, -skeiðar og -kökuhnífa sem fundust í húsinu. :)
Hann og Anna Sólrún horfðu bara á þýska boltann á meðan. :)
Og mamma (Anna) undirbjó skrautið
Síðan kíktum við í heimsókn til Mjallar (ömmusystur Hrefnu) og Sigga, en pabbi Hrefnu (Gunnar)
gisti þar með Anthony. Hann mætti til landsins daginn áður til að vera
yfir helgi og taka þátt í skírninni.
Mjöll, Edda Game"Girl" og Siggi
Anna Sólrún í fanginu á afa sínum
Anna Sólrún og Anthony (hálfbróðir Hrefnu) tekur sér frí frá tölvuspili
til að sitja fyrir á mynd
En hann var fljótur að grípa "geimbojinn" sinn aftur og Anna Sólrún
fylgdist spennt með :)
Edda
Sunna stóra systir Eddu
Siggi og Gunnar horfa út um gluggann á okkur stíga inn í bílinn
(Mjöll og Siggi búa í Hlíðunum)
Svo rakst Hrefna á okkur feðginin sitjandi með
krosslagðar hendur að horfa á "sjómabið"
seinna um kvöldið
Comments:
|