Sædýrasafnið
Mánudagur 23. febrúar 2004 (HMG) - [Sett á vefinn föstudaginn 5. mars 2004]
Það er afskaplega flott og barnavænt sædýrasafn í Monterey - og því lögðum við leið okkar þangað á mánudagsmorgninum.
Eftir rúma klukkustundar langa ökuferð suð-vestur til Monterey, stoppuðum við
á "First Awakenings" veitingastaðnum til að fá okkur hádegisverð. Staðurinn reyndist
"barnavænn" því Anthony fékk liti og matseðil sem mátti lita... :)
Anthony með matseðilinn sinn. :)
Á meðan við gúffuðum í okkur matinn svaf Anna litla eins og engill en vaknaði
akkúrat þegar við vorum búin að borða til að fá "þjónustu"... :)
Komin inn í safnið. Þetta er stóri "kelp forest" tankurinn sem sýnir lífið
eins og það er þar sem við köfum yfirleitt, fyrir utan hvað vatnið er hreint og tært.
Í litlu búri var svo þessi kolkrabbi. Myndin er svoldið dökk því það má ekki
nota flass á þá.
Í búri við hliðina á "kelp" skóginum var annað búr með þessum frekar
ógnvekjandi hákarli og fleiri stórum fiskum.
Anthony að busla smá í búri sem sýnir hvað grær á steinunum í sjónum.
Pabbi og Anthony hjá þaraskóginum.
Á öðrum stað gat maður komið við dýr og plöntur sem voru í þessum plastkössum.
Við kíktum aðeins út á "dekk" og hér má sjá Monterey flóann (ströndin er skeifulaga).
Komin inn aftur, og hér sést næstum því stærðin á þara-lífs-tanknum.
Hér er toppurinn á tankinum.
Anthony les sér til um fiska.
Þegar við komum að mörgæsunum þá var verið að þvo búrið þeirra svo
þær héngu bara í vatninu og voru ekkert mikið að sýna listir sínar.
Anthony mörgæs! :)
Anthony í mörgæsaeggi.
Pabbi hjá þremur mörgæsum. Á tímabili voru þær fjórar sem héngu þarna
við gluggann og neituðu að hreyfa sig...
Í kóralherberginu komst Anthony heldur betur í feitt...
Vatnsbyssur! :)
Anthony vatnsbyssukarl.
Hjá marglittunum. Maður vill ekki hitta þessar í sjónum því þær stinga...
Síðan komum við að risatanknum með úthafsfiskunum
Plastið sem maður horfir í gegnum er 53 cm þykkt!!
Túnfiskar eru ekki litlir fiskar.
Fleiri túnfiskar. Í búrinu voru líka "hammerhead" hákarl, tvær
risastórar skjaldbökur, risa-skata og fullt af öðrum risafiskum.
Á neðri hæðinni voru svo þessar (bókstaflega) öfugu marglittur...
Þar var líka þessi gluggi sem sagði frá lífshlaupi marglittna.
Komin á neðri hæðina á risa-fiska-tanknum.
Anthony hanakambur.
Stóóóórir fiskar í stóóóóru búri.
Eftir allt þetta þótti við hæfi að fá okkur ís hjá Ghirardelli.
Gunnar pabbi og Anthony við McAbee ströndina sem Finnur hefur kafað frá.
Hrefna, Anthony og Anna við eitt af gömlu niðursuðu-húsunum á leiðinni aftur í bílinn.
Svo keyrðum við bara heim á leið. Pabbi eldaði pasta í kvöldmat, en þegar Anthony var búinn
að borða fór hann í netta fýlu því það var slökkt á sjónvarpinu... Það eru nefnilega tvö sjónvörp
heima hjá þeim feðgum og Anthony vanur að ráða yfir öðru þeirra. Það hjálpaði ekki að hann
var örþreyttur eftir langan dag...
Óréttlátur heimur... :)
Pabbi þurfti að leiða Anthony í allan sannleikann um það að við Finnur ættum sjónvarpið
og við réðum því hvað væri horft á og hvenær. Oh, það er erfitt að vera bara 5 ára... :)
Comments:
|