Natural Bridges
Mánudagur 19. febrúar 2007 (HMG) [Sett á netið 25. maí 2007]
[We went to San Jose's "Natural Bridges" beach on President's Day.]
Það var frídagur vegna "forsetadagsins" svo við brugðum okkur á ströndina, nánar tiltekið á " Natural Bridges" ströndin í San Jose þar sem Monarch fiðrildin hafa vetursetu. Við vorum frekar seint á ferðinni til að skoða fiðrildin, þau voru eiginlega öll farin norður á bóginn og við sáum bara tvö eða þrjú fiðrildi, sem var ekkert miðað við hrúgurnar sem voru þarna um jólin 2000. Anna Sólrún skemmti sér konunglega á ströndinni þar til henni skrikaði fótur í vatninu og varð hundblaut. Það var ekkert gaman því það var kaldur vindur og henni varð strax kalt. Þar með var ákveðið að halda heim á leið eftir annars góðan dag.
Séð yfir ströndina.
Að borða nesti með fínt útsýni.
Komin í sjávarmálið.
Anna að vaða í vari við Kyrrahafið.
Ekkert smá gaman að hlaupa í vatninu! :)
Byrjuð að moka.
Eftir að hún datt í vatnið varð henni kalt svo við settum hana í flísgallann, en hún
vildi endilega vera í pilsi líka! :)
Ó, yeah!
Skemmtilegur steinbogi.
Önnur mynd af ströndinni. Dyrhólaeyin er þarna til vinstri.
Comments:
|