Tvíburafæðing
Fimmtudagur 28. júní - föstudagur 29. júní 2007 (HMG) [Sett á netið 5. ágúst 2007]
[The birth of the twins, at 26 weeks.]
[ So, where to begin? I was admitted to the Lucile Packard Children's Hospital on June 12th and in the following days it became perfectly apparent that the sack surrounding twin A had ruptured. Now, I had been suffering from what I believed was urinary incontinece since late April (oh, the power of denial), but in retrospect I think that's actually when the sack ruptured. In the hospital we quickly learnt that the big risk to myself and the babies was the onset of an infection inside the uterus, and we were told it was essentially just a question of "when" and not "if". So they gave me steroids to help the babies' lungs develop, pumped me full of antibiotics for a week and monitored my temperature, blood pressure and the babies' heart rates to try and catch the looming infection. But as it happens nature had its way and once my body detected the infection (way before anybody else), it promptly rejected the pregnancy (like we had been told it would) and I went into labor late on Wednesday night. As we'd already discussed and planned with the doctors, that meant I was wheeled into the operating room where an emergency c-section was performed (with a spinal anasthetic) right after midnight and out came the two boys.]
Hvar skal byrja? Ég var lögð inn á Lucile Packard Children's Hospital hér á kampus þann 12 júní og á næstu dögum varð endanlega ljóst að belgurinn umhverfis barn A var sprunginn. Þar með varð því ekki lengur neitað að lekinn sem byrjaði í lok apríl, og ég hafði talið mér trú um að væri þvagleki, var í raun legvökva-leki. Það kom fljótlega í ljós að mesta hættan fyrir bæði mig og börnin væri að það kæmi upp sýking í leginu (enda ekki lokað þangað inn) og okkur var tjáð að það væri ekki spurning "hvort" það kæmi upp sýking heldur "hvenær". Í millitíðinni fékk ég sterasprautur til að hjálpa lungum barnanna, sýklalyf í viku og svo var fylgst með líkamshita mínum og blóðþrýstingi ásamt hjartslætti barnanna til að reyna að greina hvort sýking væri að byrja. En seint á miðvikudagskvöldi sá náttúran við læknunum og um leið og líkaminn tók eftir að sýking væri komin upp þá hafnaði hann óléttunni og fæðing fór af stað (eins og okkur hafði verið sagt að myndi gerast). Við höfðum fyrirfram ákveðið í samráði við læknana að ef fæðing færi af stað þá myndu drengirnir vera teknir með bráða-keisara, sem var einmitt það sem gerðist.
[Reynir Hugi (twin A) was 880 g and 32 cm, while Bjarki Freyr (twin B) was 1020 g and 34.5 cm. They were both admitted to the NICU and I was sent to the recovery room where I (finally) spiked a fever and got antibiotics. Only a couple of hours later we got the devasting news that Reynir was very sick and was not expected to live through the night. I was put in a wheelchair and wheeled to the NICU where the docs were making last ditch efforts at keeping Reynir's blood oxygen at acceptable levels. But at that point he'd been low on oxygen for a long time and when the last ditch efforts proved futile, we all agreed to end his suffering and we got to hold him for his last few moments. It doesn't get a lot more heart-wrenching than that. It came out later that Reynir Hugi's blood was infected with the same infection that started the labor and that combined with immature lungs was enough to deny him life.]
Reynir Hugi (barn A) var 880 g og 32 cm á meðan Bjarki Freyr (barn B) var 1020 g og 34.5 cm. Þeir voru sendir beint á bráða-vökudeildina en ég fór í "jafna-mig" herbergi þar sem ég fékk (loksins) háan hita og sýklalyf til að slá á sýkinguna. Tveimur eða þremur klukkustundum síðar fengum við þær hörmulegu fréttir að Reynir væri mjög veikur og væri ekki hugað líf. Ég fékk að fara á vökudeildina í hjólastól og þar voru læknarnir að reyna sín síðustu trikk til að halda ásættanlegri súrefnismettun á blóðinu hans. Þegar það gekk ekki þá hafði hann verið súrefnislítill í langan tíma og það varð úr að leyfa honum að fara. Við fengum að halda á honum síðustu stundirnar, sem var átakanlegt svo ekki sé meira sagt. Það kom í ljós seinna að hann var sýktur af sömu sýkingu og kom fæðingunni af stað og það ásamt óþroskuðum lungum varð honum að bana.
[Bjarki Freyr meanwhile was intubated and seemed to be doing as well as could be expected at 26 weeks, so we retreated to our room for a much needed rest. Bjarki's blood cultures never grew an infection, but he was kept on antibiotics for a week just in case. The days that followed the birth were surreal to say the least; on one hand we had just lost a child, and on the other I was being urged to express milk for the child that lived in a box in the NICU and couldn't drink it yet. Bizarre.]
Bjarki Freyr var hins vegar settur á öndunarvél og virtist standa sig eins vel búast mátti við fyrir 26 vikna gutta svo við fórum aftur í herbergið okkar og lognuðumst út af. Sem betur fer ræktaðist aldrei sýking í blóðsýnunum hans Bjarka, en hann var á sýklalyfjum í viku samt til öryggis. Dagarnir eftir fæðinguna voru súrrealískir svo ekki sé meira sagt; annars vegar vorum við nýbúin að missa barn, en á hinn bóginn var mikil pressa á mig að mjólka fyrir barn sem bjó í kassa á vökudeildinni og gat ekki drukkið mjólkina ennþá. Stórfurðulegt.
Bjarki Freyr Finnsson, fæddur þann 28. júní 2007.
Vafinn inn í lítið rúm.
Hrefna kíkir inn í hitakassann.
Hann var voða lítill.
Hrefna við kassann hans.
Hann svaf voða vært.
Blendnar tilfinningar.
[Since I was in pretty bad shape (both mentally and physically) when Reynir Hugi died, we requested to see him again the next day.
I spent a good time taking many photos of him before we said goobye and released him to the nurses for the last time.
When I looked at the photos I'd taken, it finally hit me that he was dead (i.e. would never change or grow):
His expression was the same in all of the pictures, something I've never experienced before.]
Þar sem ég var í slæmu ástandi (bæði líkamlega og andlega) þegar Reynir Hugi dó, þá fengum við að sjá hann daginn eftir.
Ég eyddi dágóðum tíma í að taka margar myndir af honum áður en við kvöddum hann í hinsta sinn og skiluðum honum til hjúkrunarfólksins.
Þegar að ég skoðaði myndirnar rann það fyrst í alvörunni upp fyrir mér að hann væri dáinn (og myndi aldrei breytast eða vaxa):
Andlitssvipurinn á honum var sá sami á öllum myndunum, eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður.
========================================
Attention - Athugið!
========================================
[Here below are two pictures of our beautiful little boy, Reynir Hugi, taken the day after he died.
For those of you that would rather not see a picture of a deceased child, you should stop now.]
Hér að neðan eru tvær myndir af gullfallega drengnum okkar, honum Reyni Huga, teknar daginn eftir að hann dó.
Fyrir þá sem vilja ekki sjá mynd af látnu barni, þá er þetta góður staður til að hætta að lesa.
H
v
í
l
í
f
r
i
ð
i
k
æ
r
i
R
e
y
n
i
r
H
u
g
i
Reynir Hugi Finnsson, fæddur og látinn þann 28. júní 2007 í Palo Alto í Bandaríkjunum.
Comments:
|