Grasker
Þriðjudagur 30. október 2007 (HMG) [Sett á netið 30. desember 2007]
[The annual pumpkin carving fest!]
Hinn árlegi graskersútskurður var haldinn kvöldið fyrir hrekkjavöku. Finnur hefur á hverju ári gerst metnaðarfyllri og metnaðarfyllri, og í ár skar hann út sannkallað meistarastykki!
Anna spennt við graskerin sem Finnur keypti fyrr um daginn.
Hrefna búin að teikna andlit á graskerið hennar Önnu eftir hennar ósk.
Svo hófst útskurðurinn.
Hrefna leggur lokahönd á verkið.
Anna lagar aðeins til.
Þetta var svipurinn sem Anna vildi fá á graskerið!
Þessar appelsínugulu skurðargræjur keypti Finnur á garðsölu frá Atla og Ellu sem fluttu í burt í sumar.
Anna skefur af tungunni...
Eftir að Önnu hafði verið skutlaði í rúmið tóku brjálæðingarnir við.
Finnur stingur sitt grasker á hol.
Það var heldur þykkt að innan, svo við tók heljarinnar útsköfun.
Finnur fríteiknar á sitt grasker eftir mynd sem hann fann á netinu.
Augusto laumulegur.
Sarah safnar graskersfræjum.
Finnur einbeittur.
Subbulegur!
Ég skar út stórkostlega einfalt grasker eftir að ég misreiknaði mig eilítið í upphafi og varð að breyta um plan.
Graskerið hans Augusto að éta annað grasker!
Lokahendur lagðar á verkin.
Afrakstur kvöldsins, og tvö grasker frá kvöldinu áður sem Augusto og Sarah skáru út.
Graskerin og útskerendur.
Nærmynd af graskerinu hans Finns.
Eftir að gestirnir voru farnir skar Finnur svo út þetta grasker fyrir vinnuna sína.
Þessi karl er víst lukkudýr hópsins hans.
Comments:
|