Heimasíða Finns og Hrefnu - 2000
Pizzuveisla
Laugardagur 18. nóv (FBÞ) - [Sett á vefinn þann 19. nóv]
Á laugardeginum var okkur boðið heim til Augusto og David en Augusto er bekkjarfélagi Hrefnu og David er herbergisfélaginn hans. Kerri og Todd var einnig boðið.
Todd undirbýr pizzu númer eitt (af þremur!!)
Augusto hafði yfirumsjón með ofninum
David undirbýr kjúklinginn fyrir sína pizzu
Kerri og Todd undirbúa pizzur
Kerri og Todd bregða á leik
Kerri og Todd glaðbeitt á svip
Á meðan beðið var eftir pizzunum fundu menn sér ýmislegt að gera...
Hrefna leggur kapal... (og étur súkkulaðikökur... ;)
Finnur skoðar innihald tölvunnar...
(váá... 1500 lög í WinAmp-inum!!!)
Kerri og Todd leysa gestaþrautir...
Come get some!
Einnig voru rifjaðir upp gamlir tímar og gamlar Kung Fu myndir
Varúð, verkfræðingar að leik
Úbbs, jafnvægið er ekki alveg jafn gott og það var
Hlegið að öllu saman
David og Augusto skera pizzurnar ofan í fjöldann
Kerri stolt af pizzunni sinni, húmoristarnir í baksýn
Augusto með appelsínubananajarðaberjadrykkinn sinn
Hrefna og Todd njóta matarins
Kallað var á rafmagnsverkfræðing til að undirbúa
flutning á tölvunni inn í stofu, svo að hægt væri
að horfa á Princess Bride (DVD)
(það þurfti sko að jarðtengja innstunguna)
Flutningarnir skipulagðir
Augusto sækir nokkrar MP3 skrár á Napster
Ég á þegar lögin á geisladisk, ég sver það!
Eftir myndina var gripið í spil og spilað Uno og
Spoon (sjá skeiðar á borði) og fleiri spil...
Og þar með var kvöldið á enda, um kl. 1.30 og allir fóru til síns heima...
með harðsperrur í hlátursvöðvunum... ;)
|