Heimasíða Finns og Hrefnu - 2000
Þorláksmessa
23. des (HMG) - [Sett á vefinn þann 24. des]
Eftir letilíf síðustu daga ákváðum við að vera svolítið ævintýragjörn á Þorláksmessu og fara í bíltúr um hæðirnar sem umkringja okkur. Var ætlunin að finna Big Basin sem á víst að vera afskaplega fallegur staðar með risastórum trjám... Nú, við héldum af stað, vopnuð hinum ýmsu kortum og bókum og gekk ágætlega framan af. Við komumst þó fljótlega að því að fjallavegirnir eru afskaplega mjóir, einstaklega hlykkjóttir og heldur brattir! Það leið því ekki á löngu þar til kortalesaranum var orðið hálf-óglatt og bílstjórinn kominn með hausverk af sveigjum!!
Við vorum því eiginlega guðs lifandi fegin þegar við tókum óvart vitlausa beygju og enduðum í Stanford en ekki í Santa Cruz eins og planið var! Ferðalagið var sem sagt ekki meira en klukkustundar langt - en lengri klukkustund höfum við sjaldan lifað! Vonandi verðum við búin að aðlagast þessu áður en við reynum aftur!! :)
Okkur tókst samt að taka nokkrar myndir - útsýnið var ekki slappt - og við rákumst á nokkra svona "make-out" staði... með tilheyrandi fylgihlutum... ;)
Hetja ferðarinnar - bíllinn hennar Kerri! :)
Nánari skoðun á þessu skemmtilega skilti!
Finnur nýtur sveitasælunnar
Séð yfir brot af Sílikondalinum. Til vinstri sést í flóann.
Klassísk hæð með smá trjám...
Síðasti spretturinn voru 10 km af ótrúlegustu hlykkjum og ælubeygjum sem við höfum nokkurn tímann lent í! En við lifðum þetta af (og magarnir okkar líka) og við ákváðum að setja lokapunktinn á jólainnkaupin í Safeway.
Komin í Safeway (Ah! Loksins flatt land undir fótum!!)
Jeppaflotinn hér er sko ekkert slor!!
Finnur röltir um grænmetis-og ávaxtadeildina í leit að mandarínum
Loksins, loksins náðist mynd af grænmetinu þegar það er VÖKVAÐ!!
(verst að maður hefur ekki tæki til að taka upp þykjustu þrumuhljóðin sem
koma rétt á undan!)
Finnur skoðar svona Egg Nog sem við vitum ekkert hvað er...
kannski að við prófum það á næsta ári!
Að sjálfssögðu var allt brjálað að gera á kössunum í Safeway,
sem betur fer voru þó ekki langar raðir og við komumst nokkuð snöggt heim í Hulme.
Þegar heim var komið steinsofnuðum við bæði eftir erfiðan dag! Þegar við rönkuðum við okkur tókum við til við að ná í jólalög af Napster og Finnur gerði atlögu númer eitt að Ris A La Mande (möndlugraut). Hrísgrjónin mistókust eitthvað og því var ákveðið að reyna aftur á aðfangadag!
|