Heimasíða Finns og Hrefnu - 2000
Englandsferð
Skrifað þann: 22. september (FBÞ)
Upphaf ævintýrisins var vikuferð til Englands (8. sept-17.sept) þar sem við gistum hjá pabba Hrefnu, Gunnari Hreinssyni, og konunni hans, Clare Greenwell og syni þeirra Anthony.
Þar var tíminn notaður til að slappa af eftir geðveika pökkunartörn á Íslandi sem stóð alveg til kl. 05:00 aðfararnótt 8. september. Síðasta ferð með kassa í bílskúrinn var klukkan 04:45 og 15 mínútum síðar (!) var lagt af stað upp á Keflarvíkurflugvöll.
Hvíldin var mjög kærkomin og átti eftir að reynast vel í baráttunni við tímamismuninn í Bandaríkjunum en Kalifornía er 7 tímum á eftir Íslandi. Við vorum því úthvíld þegar við lögðum af stað til Kaliforníu þann 17. september 2000
|