Heimasíða Finns og Hrefnu - 2000
Kerri kveður
19. des (HMG) - [Sett á vefinn þann 24. des]
Daginn sem prófum lauk fékk Kerri leyfi til að flytja úr íbúðinni sinni yfir í aðra, sökum þess að herbergisfélagar hennar voru að gera hana brjálaða (komandi heim klukkan 4 á næturna þegar hún átti að fara í próf morguninn eftir o.s.frv.!). Eins og sannar samfélagsálir þá komum við til hjálpar og tókst að flytja frá 26A til íbúðar 2E í blokk á tæpum 3 klst! Það var í þeim flutningum sem við fengum yfirráð yfir fiskunum hennar Kerri, enda var hún á leiðinni heim til sín yfir jólin og enginn til að gefa þeim að borða. Við erum sem sagt núna orðnir stoltir fiska-stjúp-foreldrar - þó svo að fiskarnir dvelji núna í skápnum þar sem við eigum von á reykskynjaraprófun á hverri stundu en gæludýr (já, líka fiskar) eru harðbannaðir á kampus!!
Fiskarnir fínu, fjórir gullfiskar og einn eitthvað annað...
Nokkrum dögum síðar kom síðan að kveðjustund þar sem Kerri var að fara heim á austurströndina (við búum á vesturströndinni) í jólafrí. Í tilefni af því var að sjálfsögðu skipst á gjöfum...
Hrefna og Kerri sitja við "eldhúsborðið" í Hulme.
Takið eftir fínu myndinni á veggnum sem er úr Ikea! :)
Kerri gaf okkur risapakka af hnetu-M&M (sem nefnast "stóru MogM" í orðaforða Hrefnu, Könunum til mikillar kátínu... ;)
Finnur fékk bjór til að kæla mallann sinn og svo fékk Hrefna þessa æðislegu tásusokka!!!!!! :)
Hrefna klæðir sig í sokkana
Loppurnar hennar Hrefnu í öllu sínu veldi...
Kerri fékk svona skóhillu (eða "a shoe thing"!!) frá okkur
enda ljóst að hana vantaði svoleiðis eftir nýafstaðna flutninga! :)
Og svo loksins... sokkarnir í öllu sínu veldi!!! :)
Við skutluðum Kerri svo á San Francisco flugvöllinn og tókum við bílnum hennar sem við erum með í láni þar til hún kemur aftur þann 6. janúar 2001. Það má einnig geta þess að við erum líka með bílinn þeirra Elsu og Þráins (sem voru svo indæl að taka jólakortin okkar og nokkrar gjafir með sér til Íslands í tæka tíð fyrir jólin!!). Þau koma hins vegar ekki hingað aftur fyrr en 14. janúar þannig að bílinn kemur örugglega í góðar þarfir!! :)
Og þar sem þetta er skrifað á meðan Íslendingar sitja yfir jólamatnum þá óskum við ykkur
GLEÐILEGRA JÓLA!!
Hrefna og Finnur
|