Heimasíða Finns og Hrefnu - 2000
Grill og brunch
Skrifað sunnudaginn 24. september (FBÞ)
Fórum í grillveislu í gær hjá Elsu og Þráni sem eru nágrannar okkar (búa í raðhúsunum fyrir neðan ástam dóttur sinni Kristborgu). Berglind og Styrmir voru þar einnig. Elsa er í mastersnámi í líffræði við Háskóla Íslands og Þráinn er í doktorsnámi í jarðefnafræði við Stanford.
Matseðillinn samanstóð af grilluðum kjúklingi með Honey Mustard gravy sósu, fersku salati og bökuðum kartöflum ásamt maís (sem heitir víst "sweetkorn" á ensku). Með matnum var svo drukkið rauðvín/bjór eftir smekk og í lokin var ís og einhvers konar bananabaka með rjóma í eftirrétt. Allir voru sammála um að maturinn væri ljúffengur! Nammi!
|
Þráinn og Styrmir njóta blíðunnar í bakgarðinum hjá 97A Hulme
|
|
Hrefna, Elsa og Berglind í hrókasamræðum hjá Elsu og Þráni
|
|
|
Styrmir undirbýr grillið
|
Grillmeistararnir Styrmir og Finnur grilla kjúklinga
|
|
Maturinn tilbúinn og allir sestir að snæðingi...nammi!
Hrefna, Kristborg (dóttir Elsu og Þráins), Elsa, Berglind og Þráinn
|
|
Þráinn, Styrmir og Finnur njóta grillmatarins
|
|
Þegar fór að kólna fluttum við okkur inn og Þráinn setti
Gunnar Jökul (sem "elskar bílinn sinn") á fóninn!
Þráinn og Berglind
|
|
Berglind og Elsa
|
|
Styrmir og Finnur
|
Síðan var okkur boðið í brunch hjá Elsu og Þráni morguninn eftir og þá var flestum íslendingum á svæðinu boðið líka, samtals um 25 manns boðið (tveir komust reyndar ekki - Sjonni sem við höfum ekki séð ennþá og Logi).
Allir komu með eitthvað með sér, við með ávaxtasalat, sumir með brauð og osta, aðrir vínber í sítrónusósu, jarðaber með súkkulaðihúð og fleira og fleira.
Á staðinn mættu (fyrir utan Elsu, Þráinn og Kristborgu):
Berglind og Styrmir
Hrefna og Finnur
Kristín (Kristín er í doktorsnámi í iðnaverkfræði (aðgerðagreiningu) við Stanford)
Snorri og Guðrún (Snorri kenndi Finni tölvufræði í MR í gamla daga, hann er ásamt Guðrúnu búinn að stofna leikjafyrirtæki í San Francisco)
+ barn þeirra, Sif (4 ára)
Elfar og Veronica
+ börnin þeirra, Aldís (4 ára) og Þór (6 mánaða)
Ágúst og Soffía (hann er prófessor við Berkeley háskóla og hún er barnalæknir á Stanford háskólasjúkrahúsinu)
+ börnin þeirra, Egill Almar (13 ára), Kjartan Logi (10 ára), Stefán Snær (7 ára),
+ Gunnar Jökull (4 ára) og Alma Hildur (nokkurra mánaða).
+ Með þeim var jafnframt Katrín, íslensk AuPair stúlka.
|
Elsa, Kristín, Berglind og Styrmir
|
|
Kristín, Berglind, Soffía, Snorri, Guðrún, Elsa og Egill (snýr baki í myndavél)
|
|
Guðrún, Finnur, Egill, Kristín (úti), Katrín, Soffía og Kjartan
|
|
Kjartan, Soffía, Guðrún, Veronica, Þór, Finnur og Egill (snýr baki í myndavél)
|
|
Elfar, Þór, Veronica og Katrín
|
Því miður höfðum við gleymt við að hlaða batteríið fyrir stafrænu myndavélina okkar þannig að ekki náðust myndir af nærri öllum viðstöddum áður en myndavélin "dó". En Ágúst og Soffía eru búin að bjóða öllum í grillveislu næsta laugardag og þá tekst vonandi betur upp með myndavélina! :)
|