Heimasíða Finns og Hrefnu - 2000
Klippidagur!
Mánudagur 16. október 2000 (FBÞ og HMG)
Þar kom loksins að því! Klipping var óumflýjanleg! Kollarnir okkar voru orðnir svo loðnir að hætta var á að einhverjar pöddur flyttu þar inn að okkur forspurðum... En sökum þess að okkur var sagt að erfitt væri að fá góða klippingu hér (og að hún kosti a.m.k. 5000 íslenskar krónur - 12.000 með strípum), sáum við okkur leik á borði og ákváðum að fá útrás fyrir listræna hæfileika á lubba hvors annars!!! ;) Þess skal getið að hvorugt okkar hefur áður sneitt hár á höfði annarra.
Finnur hjólaði því niður í JJ&F til að kaupa í matinn og eitt stykki greiðu sem er nauðsynleg í svona áhættuatriði...
Hárskæri áttum við, merkilegt nokk...
Síðan lagði Finnur í hárlubbann á Hrefnu með nokkurn fiðring í maganum ("ertu alveg viss um þetta?"... og "lofarðu að fara beint til alvöru klippara á morgun ef þetta klikkar?") ... Og nú kom sér sko vel að eiga stafræna myndavél því ekki eigum við aukaspegil! Ó, nei. Eini sénsinn fyrir Hrefnu að sjá hvað væri á seyði var að fá teknar af sér myndir með reglulegu millibili (svona fljótlega eftir hvert "Oh-ó!") og í kaupbæti fær heimurinn atburðinn beint í æð!!!
(Og, nei - við eigum okkur ekkert líf) :)
Finnur ber sig fagmannlega að, Hrefna
samt svolítið skeptísk...
|
|
|
Fyrsta stunguskóflan...
|
Úbbs, hvaðan koma allir þessir stallar!?!?
|
Svona, þetta er aðeins skárra - bara aðeins að snyrta og þá er þetta tilbúið!
|
Þegar þessu var lokið vildi Finnur einnig að setjast í klippistólinn...
|
Þvílíkur lubbi, og samt búið að klippa helling!!!
|
Heildarárangurinn má síðan sjá hér að neðan...
HREFNA - FYRIR
|
|
|
|
|
|
|
|
|
HREFNA - EFTIR
Nei sko, flott og fín...
(nokkuð vel af sér vikið af tölvunarfræðingi...)
|
|
FINNUR - FYRIR
|
|
|
|
|
|
|
|
|
FINNUR - EFTIR
Ekki slæmt...
(nokkuð vel af sér vikið af rafmagnsverkfræðingi...)
|
Okkur er tjáð af Berglindi að hárvöxtur sé óvenjulega hraður hérna í hlýindunum þannig að það er aldrei að vita nema að þetta ævintýri verði endurtekið áður en langt um líður...
En farið ekki langt, því í næstu viku æfum við botnlangauppskurð með brauðhníf í beinni útsendingu!
Kveðja,
Finnur og Hrefna.
|