Aðdragandinn
Þriðjudagur - fimmtudags 23.-25. desember 2003 (HMG) - [Sett á vefinn mánudaginn 5. janúar 2004]
Eftir talsverða bið kemur nú aðdragandinn að fæðingu Önnu Sólrúnar.
[Here finally come the events leading up to Anna Solrun's birth.]
23. desember 2003 - December 23rd 2003
Á Þorláksmessu bjó Finnur til möndlugraut (Ris a la Mande)
sem við ætluðum að taka með til Guðrúnar og Snorra á aðfangadagskvöld.
[On Dec. 23rd, Finnur made "almond-rice-pudding" that we intended to
bring to Guðrún and Snorri's for the Christmas Eve feast.]
Jólatréið og pakkarnir í ár.
[Our Christmas tree and all the packages.]
24. desember 2003 - December 24th 2003
Á aðfangadag keyrði ég upp í sveit til Soffíu og Co. til að ná í nokkra jólapakka.
Það var smá stærðarmunur á jólatrénu þeirra og okkar... :)
[On Christmas Eve day, I drove to Soffia in Dublin to fetch a few parcels.
Their tree was "a little bit" bigger than ours... but then again they have six kids! :) ]
En svo fóru hlutirnir að gerast hratt. Klukkan 16:30 þegar við vorum að
fara að gera okkur klár að fara í sparifötun þá var hringt í okkur frá
spítalanum og okkur tjáð að prótínmagnið í þvaginu mínu væri komið yfir hættumörk
fyrir meðgöngueitrun og að við ættum að mæta á spítalann klukkan 19:00 sama kvöld
til að vera gangsett kl. 21:00. Það var smá sjokk, en við ákváðum að þetta væri bara
gott og pökkuðum öllu okkar hafurtaski í rólegheitunum.
[Then things started to happen fast. At 4:30 pm we got a call from the hospital
(as we were about to get dressed for the Christmas Eve dinner)
telling us that the protein in Hrefna's urine indicated that she was pre-eclamptic
and that we should show up at the hospital at 7 pm the same night for Hrefna
to be induced at 9pm. The news came as quite a shock, but we decided this
was a good thing and calmly packed our bags.]
Jólaljósin við spítalann.
[The Christmas lights outside Lucile Packard Children's Hospital.]
Komin á fæðingarherbergið og búin að fá þetta litla vatnsglas.
[Just arrived in the labor and delivery room, and about to have some water.]
Við drápum tímann með að taka myndir af dótinu í herbergnu.
Hér á maður sko rétt á sársaukaþjónustu!
[We killed some time taking pictures of things in the room.
Here's the patients' pain bill of rights: Thou shalt feel no pain... :)]
Svona skal maður lýsa sársaukanum. Ég fór aldrei upp fyrir 7 held ég... :)
[This is how you describe your pain. I don't think I ever went above 7... :)]
Varmaborð fyrir lítil börn.
[Infant warmer system.]
Komin í rosaflotta sloppinn. Þetta myndi vera síðasta bumbumyndin
og er ég hérna komin 38 vikur og 5 daga á leið af 40 vikum.
[What a beautiful gown! This would be the last tummy picture.
Here I am gone 38 weeks and 5 days out of 40 weeks.]
Sest í rúmið. Það var sæmilega þægilegt bara.
[Sitting on the bed. It was relatively comfy.]
Traustvekjandi... :)
["Do not use needs repair"... aha... :)]
Klukkan 19:30 kom Dr. Fu til að ræða hvaða gangsetningaraðferð ætti að nota.
Ég valdi að nota Cervidil sem er "leghálsþroskandi" hormón (prostaglandín) sem
hægt er að fjarlægja ef hlutirnir fara að gerast hraðar en búist er við.
Hérna var ég með 1,5 cm í útvíkkun og 50% útþynntan legháls.
[At 7:30 pm, Dr. Fu came in to talk to me about which induction method to use.
We settled on Cervidil which "ripens" the cervix (it's the hormone prostaglandin)
but can be removed if things were to start moving fast. I was 1.5 cm dilated and
50% effaced at this point.]
Klukkan 20:10 fékk ég kvöldmat því ég hafði ekkert borðað ennþá.
Þetta var sem sagt jólamaturinn í ár, kjúklingur með gulrótum og hrísgrjónum.
Þar sem ég var nýbúin að borða var ekki hægt að setja mig af stað klukkan 21:00
eins og planið hafði verið, heldur varð að bíða til 23:00.
[At 8:10 pm I got some dinner since I hadn't eaten anything yet.
So this was my Christmas meal this year, chicken with carrots and rice.
Since I'd just eaten, they could no longer induce me at 9 pm as had been
the plan, but had to wait until 11 pm.]
Finnur og Hrefna
Í tilefni dagsins höfðum við tekið með nokkrar jólagjafir sem við tókum upp.
[Since Christmas Eve is when Icelanders open their presents, we'd
brought a few to the hospital and opened some.]
Finnur með jólabókina í ár, Bettý eftir Arnald Indriðason. Takk! :)
[Finnur with a book from his parents.]
Klukkan 20:45 var okkur sagt að það ætti að færa mig á minni stofu, því það
var allt að fyllast á deildinni og þeir þurftu á minni stóru stofu að halda.
[At 8:45 pm we were told they were moving me to a smaller room, since
the department was filling up and they needed my big room for somebody else.]
Minn versti óvinur fyrstu klukkutímana, alveg merkilega óþægilegur skratti!
[My worst enemy the first few hours, just remarkably uncomfortable.]
Þar sem við vorum bílstólslaus þá var Finnur sendur yfir flóann til Guðrúnar og Snorra
til að ná í bílstólinn hans Baldurs sem þau ætluðu að lána okkur. Í leiðinni náði
hann að narta í smá jólamat og taka upp einn pakka. :) Ég beið bara í rólegheitunum
á spítalanum á meðan, hugsandi fallegar hugsanir og nuddandi geirvörturnar!!... :)
(Það er sko náttúruleg leið til að framleiða prostaglandín)
[Finnur was sent over to Guðrún and Snorri to fetch the infant carseat they'd
promised to lend us. While he was there he managed to grab a bite of the
Christmas dinner, and open up a packet. I just stayed in the hospital while
he was away, thinking happy thoughts and massaging my nipples!! :)
(That's a natural way to make the body release prostaglandin...)]
Sif á aðfangadagskvöld.
[Sif, the daughter of Guðrún and Snorri on Christmas Eve.]
Finnur kemur bílstólsbotninum fyrir.
[Finnur installs the carseat-base in the car.]
Guðrún og Snorri höfðu verið við öllu búin, nýbúin að skipta um batterí í vasaljósinu
ef vera skyldi að Hrefna myndi "fara af stað" í veislunni og eiga barnið á bílastæðinu! :)
[Guðrún and Snorri were prepared for everything - they had just replaced the batteries
in their flashlight in case Hrefna's water would break while attending the party and
would have the child in the parking lot! :)]
Skömmu síðar var Finnur kominn aftur á spítalann og lagstur í rúmið, enda búist
við því að við myndum sofa fram á næsta morgun og þá færi kannski eitthvað að gerast.
Ég var sem sagt gangsett klukkan 23:20 og var þá með 2 cm í útvíkkun.
[Soon thereafter Finnur was back in the hospital and in bed, since they expected
us to sleep through the night and then maybe something would happen the
following morning. I was induced at 11:20 pm, and measured 2 cm dilated.]
25. desember 2003 - December 25th 2003
Hér er tölvan sem ég var tengd við. Hún prentaði út hjartslátt barnsins
og kviðvöðaspennuna í mér (samdrættina). Klukkan 01:20 fór síðan
vatnið hjá mér og eftir það fór ég að fá hríðarverki neðst í bakið (spjaldhrygginn?).
Skömmu síðar mældist ég með 3 cm í útvíkkun og var boðið lyf til að herða
samdrættina. Ég afþakkaði það pent þar sem ég hafði heyrt að lyfið ylli afar
sársaukafullum hríðum og væri þar að auki ekki svo gagnlegt mjög snemma í ferlinu...
[Here's the computer I was hooked up to. It printed out the baby's heartrate
and my contractions. At 1:20 am my water broke, and I started getting
contraction pains in the lowest part of my back (sacro-iliac?). A little while
later I measured at 3 cm dilated, and was offered Pitocin (contraction hormone)
to help with the contractions. I declined since I'd heard that the drug caused much
more painful contractions, and might not be so useful early on in the process. ]
Klukkan 02:50 sat ég á skoppi-boltanum á gólfinu og hvolfdi mig yfir rúmið
þegar hríðir komu. Finnur stóð sig eins og hetja alla nóttina við að beita þrýstingi
á spjaldhrygginn til mótvægis við hríðirnar.
[At 2:50 am I sat/bounced on the birthing ball and then lunged onto the bed
when the contractions came. Finnur dutifully pushed on my back all through
the night to counter the pressure of the contractions.]
Klukkan 03:15 að koma af klósettinu. Það var nú engin smá aðgerð að
fara á klóið - það þurfti að aftengja fullt af drasli og svo var ég föst við maskínuna... :(
Þar sem þetta var "lítið herbergi" þá deildi ég klósettinu með öðru "litlu herbergi".
[Coming from the bathroom at 3:15 am. Just going there was a major operation,
since stuff had to be unplugged, and I was stuck to that machine... :(
Since this was a "small room" I shared the bathroom with another "small room".]
Klukkan 04:00 mældist ég með 4 cm í útvíkkun og var þar með komin í "active labor".
Þar sem ég var með meðgöngueitrun þýddi þetta að mér var gefið magnesíum-súlfur í æð,
en það er vöðvaslakandi lyf og á að koma í veg fyrir að meðgöngueitrunin þróist í meðgöngukrampa
sem getur verið lífshættulegur bæði konu og barni. Magnesíumið hefur hins vegar leiðinlegar
aukaverkanir, t.d. sljóleika, þreytu, svima, og svo getur safnast vökvi í lungun. Það gerði
mig afskaplega þreytta afskaplega hratt, og til að bæta gráu ofan á svart mátti ég bara drekka
örlítinn vökva (50 mL) á hverri klst.
[At 4 am I measured at 4 cm and therefore in active labor. Since I had pre-eclampsia,
this meant that I had to receive magnesium-sulfur through my IV. The magnesium
is a muscle relaxant, which is used to prevent the pre-eclampsia developing into eclampsia,
which can be deadly to both mother and child. Unfortunately the drug has numerous
side-effects, like drowsiness, tiredness, dizzyness, and water in the lungs. It mostly
made me very sleepy and very tired very quickly, and to make matters worse, I could
only drink a tiny bit of water every hour.]
Klukkan 05:00 vorum við færð aftur í stóra stofu, því litla stofan okkar var ekki
fæðingarhæf. Hér er ég dottandi á milli hríða á boltanum mínum klukkan 05:30, en ég man
ekki mikið eftir tímanum frá um 4 til 6 um morguninn. Á þeim tíma varð ég þreyttari
og þreyttari, en réði samt alltaf við samdrættina. Ég hins vegar fann að ég þyrfti
bráðum að ná að sofna almennilega í smá tíma ef ég ætti að ná að koma barninu í heiminn.
Hérna mældist ég "4 cm og smá"...
[At 5 am we were moved back into a big room, since our little room was not fit
for a delivery. Here I am nodding off between contractions on my ball, but I don't
recall much of the time between 4 and 6 am. During that time I became more and
more tired, but still managed to breathe through all the contractions. I could tell though
that I would soon need to sleep properly for a little while if I were to be able to push the
baby into the world... I was just soooo tired.... and measured only "4 cm and a little".]
Um klukkan 06:30 bað ég því um að fá mænudeyfingu, og það passaði fínt því þá var
ný og fersk vakt að taka við (hér er nýja hjúkkan okkar) og ég þurfti ekki að
hafa áhyggjur af því að svæfingarlæknirinn væri svefnvana.
[A little past 6:30 am I therefore asked for an epidural, which was great timing since
just about then the new shift was coming on (here's our new nurse) and
I didn't have to fear a sleepy doctor... :) ]
Klukkan 8:00 var mænudeyfingin komin á sinn stað og ég lögst í rúmið.
[At 8 am the epidural was in place and I lay down in bed.]
Nokkrum mínútum seinna var ég steinsofnuð og rankaði ekki við mér fyrr en
um klukkan 9 og leið þá talsvert betur en áður en ég sofnaði. Finnur steinsofnaði líka.
[A few minutes later I was sound asleep and didn't come to again until about 9 am,
feeling much better than before. Finnur also fell asleep.]
Þegar ég rankaði við mér var Elizabeth Loftus ljósmóðir mætt á vakt.
(Ljósmæðurnar voru bara á vakt milli 08:00 og 17:00 á vikudögum frá 1. október,
þar sem þann 1. jan 2004 myndu þær hætta að vinna á spítalanum vegna fjárskorts.)
Klukkan 9:30 mældist ég með 5 í útvíkkun og nú var búið að setja mig á Pitocin
(oxytocin, samdráttarhormónið) sem mér var slétt sama um enda komin með mænudeyfingu,
og vissi þar að auki að líkaminn væri það þreyttur að hann þyrfti smá hjálp.
[When I came to, the midwife, Elizabeth Loftus, was there. (The midwives were only
on call between 8 am and 5 pm on weekdays from Oct 1st, since they would no longer
be operating at all from Jan 1st 2004 due to lack of funding - but not popularity.)
At 9:30 am I measured at 5 cm and I was now also getting Pitocin (oxytoxin,
the contraction hormone) which I could care less about since I had my epidural and
also knew my body was so tired it needed some help.]
Ég lá því bara í rúminu og hugsaði fleiri fallegar hugsanir og hélt mér á smá hreyfingu
(gat alveg hreyft lappirnar) til að liðka fyrir þessu öllu saman. Elizabeth sat með mér
í nokkurn tíma, horfði á mónitorana og strauk á mér hendurnar. Þegar hríðirnar komu
fann ég þrýstinn á rassinn, og um klukkan 11 var þrýstingurinn orðinn það mikill að ég
þurfti að beita hríðaöndun á hann. Við mælingu kom í ljós að ég var með 8-9 cm í
útvíkkun (!!!) og þá var Finnur snarlega vakinn. Örskömmum 42 mínútum síðar kom
Anna Sólrún síðan í heiminn!!! :)
[So I just lay in bed and thought more happy thoughts and kept moving a little bit
to make things happen faster. Elizabeth sat with me for a while, watching the monitors
and stroking my hands. When the contractions came I felt pressure in my ass, and
at 11 am the pressure was intense enough that I had to use contraction breathing to
get through it. When measured I turned out to be 8-9 cm dilated (!!!) so we woke up Finnur!
A very short 42 minutes later Anna Sólrún came into this world!! :) ]
Comments:
|