Ný myndavél
Föstudagur 3. janúar 2003 (HMG) - [Sett á vefinn föstudaginn 3. janúar]
Hann Gunnar pabbi gaf okkur Finni peninga fyrir nýrri stafrænni myndavél í jólagjöf - og við skelltum okkur á eitt stykki Canon Powershot S45 - sem kom í póstinum í dag! :)
Við völdum þessa myndavél einkum vegna þess að við eigum nú þegar minniskubba í vélina (gamla vélin okkar er af gerðinni Canon Powershot S20), hún getur tekið 4 megapixel myndir (sú gamla ræður við 3.3 megapixel), hún hefur verið að fá góða dóma, er ekkert of dýr (jafn dýr og gamla vélin okkar var fyrir rúmlega tveimur árum), það er hægt að kaupa köfunarbox fyrir hana og taka myndir neðansjávar (Finnur var rosa glaður yfir því! :), hún getur tekið vídeó í þrjár mínútur í einu, en er samt nógu lítil og nett til að við getum tekið hana hvert sem er - eins og gömlu myndavélina! :)
Það sem mestu munar hins vegar er að nýja myndavélin virðist vera með betri "lit-nema", þ.e. litirnir á myndunum eru raunverulegri en á gömlu... sjá myndir hér að neðan.
Kassinn lét ekki mikið yfir sér...
Þetta er það nýjasta nýtt í innpökkunum, "loftpúðar"!
Amazon.com fyllir alla sína pakka með þessu líka.
Úhhh... Gúddí gúddí gúddíííí! :)
Það fylgdu 5 cm af leiðbeiningabæklingum, en ég andaði léttar þegar ég sá að
helmingurinn af þeim er á spænsku... :)
Hmmm... nú er vandamálið, hvernig get ég tekið mynd af BÁÐUM myndavélunum
til að bera þær saman í útliti?!?... Hmmm... Hvar er spegill!!! :)
Látum samanburðinn hefjast!! :)
Gamla vélin (hægri) tekur mynd
|
Nýja vélin (hægri) tekur mynd
|
|
|
Fyrsti viðkomustaður var baðherbergið, upplýst með 6 ljósperum fyrir ofan spegilinn. Hvorug myndin var tekin með flassi.
Hvorug vélin náði ljósinu alveg rétt, en sú nýja var nær því með gulri slikju í staðin fyrir rauða slikju.
Nýja myndavélin er lægri, breiðari og feitari en sú gamla, en í álíka sterkbyggðum kassa.
|
Hmmm... best að prófa eitthvað annað... Kíkjum á stofuna...
Gamla vélin
|
Nýja vélin
|
|
|
Þetta er nú ekki einu sinni fyndið! Ég held að það vanti rauða skynjara í gömlu vélina!
Allt á efstu hillunni er keypt í Ikea... (plastið er rautt Ikea plast, og kertið gult Ikea kerti)
|
Hvað er þetta þarna á gólfinu við hilluna?... Nei sko - Monty Python regnbogi! :)
Gamla vélin
|
Nýja vélin
|
|
|
Myndin úr gömlu vélinni virðist frekar dökk og "líflaus" miðað við hina... eða hvað? :)
|
Næsta fórnarlamb var bókahillan okkar...
Gamla vélin
|
Nýja vélin
|
|
|
Hver kannast ekki við Ensk-íslensku orðabókina - og hvernig hún er á litin? :)
|
Gamla vélin
|
Nýja vélin
|
|
|
Hvorug vélin nær reyndar litnum alveg réttum, en sú nýja er miklu nær raunveruleikanum, kannski örlítið of rauðleit... Hmmm..
Það verður nú reyndar að segjast að skurðarbrettin eru betri á litin í þeirri gömlu, því þau eru nákvæmlega svona blá-hvít...
|
Og svo síðast en ekki síst - eitt stykki andlit!
Gamla vélin
|
Nýja vélin
|
|
|
Hmm... Það er nú bara engin leið fyrir mig að vita hvernig í ósköpunum ég er á litin í framan, svo ég bara veit ekki!
Mig grunar samt að ef ég myndi prenta myndirnar á alvöru pappír, þá væri ég ánægðari með litina í þeirri nýju... :)
|
Þetta er nú reyndar bara hálf sagan, því allar myndirnar eru teknar inni að kvöldi til og flestar með flassi.
Á morgun þurfum við að kíkja út og taka fleiri samanburðarmyndir "í náttúrunni"... :)
"First impression" af nýja gripnum er samt að þetta hafi verið góð kaup,
en að það gæti tekið smá tíma að læra á hana almennilega. Myndavélin
býður nefnilega upp á alveg helling af stillingum og það á eftir að taka tíma
að finna út hvernig er best að nota þær.
Helst höfum við tekið eftir að flassið er frekar yfirþyrmandi í návígi á "auto"
stillingunni, og á það til að gera myndefnið skjannahvítt... en ef maður stillir á
"taka mynd af manneskju" stillinguna þá dofnar flassið. Það er líka hægt að
"manually" stilla hvað flassið er sterkt sem var ekki hægt á S20 vélinni.
Hins vegar er ég mjög ánægð með að þeir eru búnir að losa sig við litla óupplýsta gluggann
ofan á vélinni sem sagði til hversu margar myndir væru eftir og hvaða flass-stilling væri á.
Núna er hægt að sjá allar þessar upplýsingar (og fleiri) á "myndskjánum" sjálfum aftan á vélinni,
sem hefði gert líf mitt miklu auðveldara í myrkrinu í Sólarsirkúsnum um daginn... :)
|