Afmæli pabba
Sunnudagur 17. ágúst 2003 (FBÞ) - [Sett á vefinn miðvikudaginn 03. september 2003]
Hann pabbi varð sextugur þann 17. ágúst og hélt upp á afmælið á sunnudegi á ættarsetrinu Álmholti 10. :) Mikil vinna var lögð í húsið og garðinn til að allt liti sem best út á afmælisdaginn, meðal annars var málað, lögð stétt á tveimur stöðum og hlið í bakgarðinum, ný möl sett í innkeyrsluna, sagað niður helling af afgangs timbri og fleira og fleira. Til stóð að hafa garðpartý en alla vikuna fram að afmæli leit ekki út fyrir að veðurguðirnir myndu samþykkja það enda rigndi fram að afmælisdegi og mamma og pabbi því óróleg eftir því sem nær dró enda búið að bjóða um 70 manns sem yrði erfitt að koma fyrir inni við. Það fór þó allt á besta veg þegar sólin braust fram úr skýjunum á morgni afmælisdags og hélst veðrið gott allan tímann sem gestirnir voru í veislunni og mamma og pabbi gátu því dregið andann léttar...
Pabbi flaggar í fulla stöng á afmælisdaginn
Mamma og pabbi setja upp garðhúsgögnin um morguninn
Hrefna hjálpar til við snittugerð
Ragnheiður og Eyrún í eldhúsinu
Ragnheiður, Hilmir og Margrét í garðinum
Áður en veislugestirnir mættu var pabba færð gjöf frá afa
og okkur systkinunum og mökum og börnum þeirra.
Pabbi var færður út með bundið fyrir augun
Þar beið hans kerra sem var afhent við hátíðlega athöfn :)
Fjölskyldan mátar kerruna :)
Margrét, Þórarinn og Hilmir uppi í kerru, systkinin horfa á
Hilmir og Hreiðar (hennar Ingu)
Margrét og Vignir (hennar Eyrúnar)
Við systkinin og mamma og pabbi
Á myndina vantar yngstu systirina, Steinunni, sem var á Krít í útskriftarferð
Finnur, Eyrún, Inga, Anna, Eymundur og Eymundur og Þórarinn
Makamynd
Vignir (hennar Eyrúnar), Hrefna (hans Finns),
Aðalheiður (hans Badda) og Hreiðar (hennar Ingu)
Veislan hófst svo stuttu síðar og er henni gerð skil á næstu síðu.
(Click above to comment on this page)
|