Sif 7!
Laugardagur 22. nóvember 2003 (FBÞ) - [Sett á vefinn laugardaginn 6. desember 2003]
Okkur var boðið í 7 ára afmæli Sifjar sem Guðrún og Snorri héldu upp á þann 22. nóvember. Margt var um manninn, mikið af börnum og líka Íslendingum á svæðinu með sín börn. Við mættum allt of seint (við erum alltaf hálftíma of sein, en núna vorum við súper sein :)) en þennan dag vorum við önnum kafin við þrif á íbúðinni okkar, í verslunarleiðöngrum og svo var meiningin að keyra niður til San Jose strax að afmæli loknu að redda köfunargræjum fyrir næsta dag. Þéttskipuð dagskrá með meiru!
Það var augljóst frá upphafi að þetta var sko alvöru Harry Potter þema-afmælisveisla með
gátuleikjum og galdramanni og meira að segja kveðjugjöf í lokin fyrir gestina! :)
Við misstum þó af mesta fjörinu því að við mættum svo seint, misstum t.d. af
galdramanninum en náðum þó veitingunum og gátum fylgst með
framganginum í gátuleikjunum. :)
Guðrún og Snorri voru búin að teppaleggja bílskúrinn fyrir
afmælið og nýttist það vel fyrir veisluna sjálfa, bæði
til að borða tertuna og veitingarnar og sem leikherbergi eftir því sem leið á.
Afmælistertan
Sif og vinkona hennar.
Sif blæs á kertin. Þau voru svo langt í burtu að hún fékk smá hjálp
frá gestunum.
Fullorðna fólkið
Önnur hliðin á veisluborðinu
Hin hliðin á veisluborðinu
Sif og Guðrún að undirbúa tertuskurð
Guðrún og Soffía að skera og útdeila kökum
Harpa, mamma Christofers (?) og Sagy í bakgrunni
Svo var komið að því að opna gjafirnar
Sif les á kortið með aðstoð Ölmu Hildar :)
Harpa, au-pair-in hjá Ágústi og Soffíu
Ég með Baldur (alltaf verið að æfa sig) :)
og Snorri í myndatökum
Til hamingju með afmælið Sif! :)
|