Skóladagur
Föstudagur 25. maí (HMG) - [Sett á vefinn mánudaginn 28. maí]
Á föstudaginn vildi svo til að fyrsti tíminn okkar Kerriar var "tape-ahead", þ.e.a.s. kennarinn var farinn til Chicago en á skjánum var sýnt myndband af fyrirlestri dagsins, sem hafði verið tekinn upp síðasta miðvikudag. Af því tilefni greip ég með mér myndavélina í skólann til að sýna nú heiminum hvað gerist á týpískum skóladegi í Stanford.
Fyrirlestrarsalur dagsins. Þarna er ég bæði í "Loftnetum" (EE252) og
"Þráðlausum fjarskiptum" (EE276). Þetta er fínasti salur, en oftast er
aðeins of kalt þarna inni.
Svo byrjaði fyrirlesturinn. Prófessor Tyler situr yfirleitt við skrifborðið til vinstri
og myndavélin sýnir bara fyrirlestrarblöðin hans á stóra skjánum, en í þetta
sinn vorum við að horfa á sjálfa sjónvarpsútsendinguna á stóra skjánum.
Kerri mætti frekar lúin í tímann (sem byrjar klukkan 9 á morgnana og
tekur 50 mínútur), enda búið að vera afskaplega mikið að gera hjá henni.
Enda kom ekki mikið á óvart að nokkrum mínútum síðar...
... þá var hún steinsofnuð! (Litamunurinn á myndunum er vegna þess að
önnur en með flassi en hin ekki). Reyndar náði hún fljótt meðvitund eftir
að ég náði af henni þessari mynd... og áður er varði var tíminn búinn.
Þegar næsti tími á eftir (EE276) var búinn var kominn tími til að rölta aftur
til Packard. En á leiðinni var varla þverfótað fyrir kunnuglegum andlitum! :)
Hér er hann Rikki á leiðinni að halda próf í kúrsinum sem hann TA-ar...
Svo rakst ég á brjálæðinginn hann Augusto! Nei, nei,
hann er vænsta skinn... bara svolítið skrítinn (eins og ég)... :)
Og síðust en ekki síst, þá komu Todd og Deirdre askvaðandi á leið í
sama tíma og Augusto. Annars má minnast á það að þetta "torg" sem
þau eru á heitir Stone Plaza (eða eitthvað álíka!) :)
Þarna er ég komin inn í Packard bygginguna (öðru nafni "rafmagnsverkfræði-
bygginguna") og þetta er Bytes Cafe, frekar dýr kaffitería á fyrstu hæðinni,
sem ég stunda oft viðskipti við því ég er svo löt að ég nenni ekki alltaf að
taka með mér nesti...
Svo er að klifra stigann upp á þriðju hæð Packard þar sem ég hef aðsetur.
Hér er útsýnið af stiganum á þriðju hæðinni... ekki slæmt! :)
Kerri með prófessor Fraser-Smith (sem er hinn mesti öðlingur) við "matarsvæðið".
Hann er frá Nýja-Sjálandi og kennir mér Planetary Exploration (EE106).
Hvað getur verið skemmtilegra en að fræðast um pláneturnar?!?! :)
Svo var kominn hádegisverðartími og fólk tók að hrúgast upp á þriðju hæðina.
Við hittumst í mat svona þrisvar til fjórum sinnum í viku og ræðum um heima
og geima... umræðuefnið þarna voru bandarískir sjónvarpsþættir ef ég man rétt...
Þegar rætt er um skólann... þá má alls ekki gleyma
M&M krúsinni ógurlegu!! Þessi krús býr inni á skrifstofunni
okkar og er hreinlega botnlaus... þ.e.a.s. hún flytur sinn botn
yfir á aðra, til dæmis mig!
Og svo var komið að lokum þessa föstudags, a.m.k. tímalega séð.
Hér er ég stödd í "Review Session" í EE276, en "teaching assistant-inn"
Mark Smith, heldur vikulega fyrirlestra til að reyna að útskýra nánar
sumar hluti sem prófessorinn náði ekki að skýra nógu vel út í vikunni.
Þessum tíma er sjónvarpað og einnig má finna hann á Internetinu
ef maður skyldi missa af honum.
|