Fyrstu gestirnir
Þriðjudagur 15. maí (FBÞ) - [Sett á vefinn sunnudaginn 20. maí]
Hildur og Óli komu í heimsókn til okkar á þriðjudeginum, ásamt Guðrúnu systur Hildar. Guðrún er arkítekt, nýkomin frá Íslandi og var í heimsókn hjá þeim í Vancouver í Kanada þar sem Hildur og Óli eru í mastersnámi. Þau ákváðu að taka sér smá pásu frá námi og fara í tjaldferðalag alveg niður til Kaliforníu, gegnum Washington og Oregon fylki.
Okkar fyrsta verk var að fara með þau í Stanford Bookstore, þar sem Guðrún er alltaf á höttunum eftir góðum bókum um arkitektúr (sem ku vera erfitt að finna heima á Íslandi) en svo var kvöldinu eytt á Pizza Chicago. Þegar heim var komið var búið um þreytta ferðalangana enda þurftu allir að vakna snemma um morguninn, Hrefna að mæta í skólann, Finnur í vinnu og þau þrjú ætluðu að sækja Bandaríkjamann á flugvöllinn í San Jose og fara með hann í heimsókn til San Francisco (sem reyndar er orðið að túrhesta-minjasafni núna) og daginn þar á eftir ætluðu þau meðal annars til Alcatraz fangelsisins .
Hildur og Óli
Setið og spjallað eftir að búið var að búa um gestina í stofunni
Systurnar, Guðrún og Hildur
Hildur og Óli
Þau fóru síðan snemma um morguninn út á flugvöll, og þaðan til San Francisco og daginn eftir héldu þau svo aftur til Kanada.
|