Brúðkaupsafmæli
Laugardagur 3. mars (FBÞ) - [Sett á vefinn sunnudaginn 4. mars]
Á laugardeginum áttum við Hrefna eins árs brúðkaupsafmæli, svokallað pappírsbrúðkaup, og gáfum við hvort öðru bækur í tilefni dagsins, reyfara og gamansögur - sem hentar vel í því að komast hjá því að tala við hvort annað. :)
Um kvöldið vorum við síðan boðin í matarboð til Berglindar og Styrmis, ásamt Elsu, Þráni, Kristborgu, Sif, Loga, Styrmi, Kristínu og Sjonna (hann mætti reyndar ekki). Við Hrefna sáum um forréttinn, graflax (afmælisgjöf frá fjölskyldu Hrefnu í Englandi) og heimagerða graflax-sinnepssósu og í aðalrétt var dýrindis svínakjöt sem Berglind eldaði. Og svona til að toppa þetta allt saman (eins og þetta hafi ekki verið nóg!), heimalagaður ís með bræddri súkkulaði-Snickers-íssósu, að hætti Berglindar.
|