Köfun McAbee
Sunnudagur 26. október 2003 (FBÞ) - [Sett á vefinn fimmtudaginn 30. október 2003]
Ég náði loksins einum köfunardegi með Loga, eftir nokkurt hlé... Hléið var reyndar eðlilegt þar sem skilyrði til köfunar eru ekki hagstæð á sumrin; veturinn er háannatíminn í köfuninni.
Í þetta skiptið var ákveðið að kafa á McAbee ströndinni í Monterey og vorum við Hrefna mætt kl. 8:30 að morgni sunnudags og hittum þar Loga, Tassanee og Bryan (vin þeirra).
Nýkomin á McAbee ströndina, við ekki búin að koma okkur fyrir
en kafarar á námskeiði komnir í gallann á undan okkur :)
Okkar fyrsta verk var að setja upp tjaldbúðir
Sóltjald fyrir stelpurnar svo þær gætu slappað af í skugganum
og lesið bækurnar sínar án þess að skaðbrenna. :)
Það tók okkur nokkurn tíma að græja okkur upp fyrir köfunina
en það hafðist þó að lokum.
Myndavélin var þó reyndar eitthvað að stríða mér í upphafi, einhver raki innan
í vatnshelda kassanum sem lagaðist svo sem betur fer, því að...
... við lékum okkur við selina í sjónum. Þetta er reyndar besta ljósmyndin
sem ég náði af þeim (ekki mjög góð) - en ég náði fullt af góðum hreyfimyndum,
meðal annars nokkrum nærmyndum af forvitnum selum!! :) (Sjá Avi skrána)
(5.8 MB, DivX codec. Við mælum með að fólk visti vídeóið á tölvunni sinni áður en það
skoðar það, t.d. með því að hægri-smella á hlekkinn og velja "Save Target As")
Bryan að lokinni fyrstu köfun
Bryan, öllu glaðlegri! :)
Bryan sleppti seinni köfuninni þar sem hann þurfti að fara
á hockey æfingu.
Logi og Finnur
Þetta held ég að sé Black Surfperch (?)
Embiotoca jacksoni
Einhvers konar krossfiskur
Rauður Cabezone í feluleik
Scorpaenichthys marmoratus
Black Surfperch (?)
Embiotoca jacksoni
Kelp Rockfish
Sebastes atrovirens
Rainbow Star til vinstri
Orthasterias koehleri
Ochre Star (?)
Pisaster ochraceus
Sunflower Star
Pycnopodia helianthoides
Painted Urticina
Urticina crassicornus
Pink Short Spined Star (??)
Pisaster brevispinus
(8.6 MB, DivX codec. Við mælum með að fólk visti vídeóið á tölvunni sinni áður en það
skoðar það, t.d. með því að hægri-smella á hlekkinn og velja "Save Target As")
Eftir seinni köfunina
Logi, Finnur og Tassanee
Við lögðum á bílastæði við hliðina á ströndinni. Verðið fyrir daginn var mjög breytilegt.
Við borguðum 8 dollara en verðið hækkaði síðar upp í 10 dollara og svo aftur
niður í 8 eftir því sem leið á daginn.
Hrefna við bílinn okkar
Við héldum svo heim á leið, og eftir að hafa þvegið græjurnar fórum við út
að borða ...
... með Loga og Tassanee á mexíkóskum veitingastað í nágrenninu.
|