Matur hjá Ivan
Laugardagur 15. febrúar 2003 (HMG) - [Sett á vefinn þriðjudaginn 18. febrúar]
Ivan Linscott yfirmaður minn ("advisorinn" minn) bauð okkur Finni, ásamt restinni af fólkinu sem vinnur fyrir hann beint eða óbeint, í mat heim til sín og konunnar sinnar, hennar Margo. Maturinn var alveg eðal, artítsjókur og súpa í forrétt, lax í aðalrétt og ís í eftirrétt.
Partýið byrjaði samt með því að fólk reyndi að finna hvar
Sólin væri á "mynd" af Vetrarbrautinni. Þetta er víst smækkuð
útgáfa af mynd sem er á Smithsonium safninu, en þar þekur hún
heilan vegg, og ör bendir á Sólina.
Þrátt fyrir langa leit tókst ekki að hafa upp á Sólinni, en það gengur bara betur næst! :)
Tolga, Cristina og Sarah sitja í stofunni.
Kelin, kærasta Ben, Ben og Finnur í sófanum.
Finnur, John, Kerri að segja eitthvað fyndið, Margo, Ivan og Sarah.
Matarborðið, hið fyrra, því píanóið var fyrir svo ekki var hægt að hafa eitt stórt borð.
Matarborðið, hið síðara, en alls ekki síðra! :)
Allir með "partý-hatta" eins og tilheyrir nú oftast á áramótum. En þeir voru
merkilega hlýir! :)
Ivan gerir atlögu að laxinum fyrir okkar borð.
Þegar allir voru búnir að fá nægju sína var nú
ekki mikið eftir af greyinu! :)
Maturinn var sem sagt voða góður og við spjölluðum slatta saman
áður en við héldum heim á leið, enda erfiður dagur framundan. :)
Tjáðu þig um þessa dagbókarfærslu! :)
|