Heimasíða Finns og Hrefnu - 2001b | Forsíða |
Aquarium
Sunnudagur 12. ágúst (HMG) - [Sett á vefinn mánudaginn 13. ágúst]
Það fer víst enginn heilvita maður til Monterey án þess að koma við í sædýrasafninu. Við vorum mætt á svæðið klukkan eina mínútu í fimm - og þá vildi svo til að einn miðasölumaðurinn kom út með skilti þar sem stóð að það væri 5 dollurum ódýrara að kaupa miða eftir klukkan fimm - enda ekki skrítið því það átti að loka safninu klukkan "heiltalan sem kemur á eftir fimm og á undan sjö" (maður má nú ekki segja dónaleg orð!! ;) Í þokkabót tókst okkur að telja manninum trú um að við værum bæði námsmenn og því fengum við miðana á $11 stykkið.
Sædýrasafnið er greinlega ekki í neinu fjársvelti, nýuppgert að því er virðist og með fullt af flottum búðum og uppstillingum.
Það sem maður rekur fyrst augun í er risastórt fiskibúr sem nær yfir rúmlega
tvær hæðir. Maður gengur í kringum það til að skoða minni búr með
alls konar sjávarverum - sem margar hverjar voru viðkvæmar fyrir flassljósum
og því eigum við engar myndir af þeim...
Þetta eru sko engin smáfiskar!
Úhh... það er draugur í vatninu!!
Þó nokkur hluti af safninu var greinilega innréttaður með börn í huga en
því verður ekki neitað að þetta er nokkuð flott...
Ætli þetta séu múrenur? Þessar slönguverur komu amk út úr
holum í lóðréttum veggnum.
Og þarna voru líka mörgæsir - en við mælum frekar með mörgæsunum
í dýragarðinum í Frankfurt... sorry Monterey!
Hérna sést ofan í eitt risafiskabúrið. Þessir fiskar
eru tæpir 2 metrar á lengd...
Það er ekki fræðilegur að synda á móti straumnum í þessu búri!
Þetta er eitt búrið séð af annarri hæð...
... núna með stærðarviðmiði
Hér er ég komin niður á fyrstu hæðina aftur - gúlp hvað þetta er mikið af vatni!
Svo voru líka þessir ótrúlega flottu "jelly"fiskar
og svo nokkrir "sæotrar" sem veltu sér um og létu sér leiðast.
Eftir að hafa hlaupið í gegnum safnið - og sleppt nokkrum pörtum (eins og sæhestunum) sem við kíkjum vonandi á síðar - þá var klukkan orðin 18:00 og tími kominn til að yfirgefa safnið. Eftir að hafa horft á alla þessa girnilegu fiska þá vorum við orðin nokkuð hungruð og því ákváðum við að fá okkur að borða (eins og fram kom á síðunni hér á undan) áður en við héldum heim á leið.
|