Heimasíða Finns og Hrefnu - 2001b | Forsíða |
Brunch í SF
Sunnudagur 15. júlí (HMG) - [Sett á vefinn fimmtudaginn 26. júlí]
(Tölvan okkar drap annan harða diskinn og því hefur vefurinn ekki verið uppfærður nægilega ört undanfarið... Við biðjumst velviðrðingar á þessu, "tæknin var eitthvað að stríða okkur") :)
Úlfar (yfirmaður Finns - "CTO" ef einhver skyldi ekki vita það nú þegar! ;) og tilvonandi eiginkona hans, hún Lotta, buðu öllu fyrirtækinu í "brunch" helgina áður en þau ætluðu til Íslands að gifta sig (fóru heim 21. júlí og giftast þann 28. júlí). Fyrir utan okkur Finn þá komu hinn yfirmaðurinn (CEO-inn) hann Vlad ásamt konu sinni og dóttur og forritarinn Anurag. Það vantaði sem sagt Asit og Sunil og frú. Síðan þá hefur Greenborder reyndar stækkað smá en það er efni í nýja síðu... :)
Úlfar og Anorag voru fyrr en varði komnir í fartölvuna
og farnir að tala um vinnuna...það var nú reyndar fljótlega sett stopp á það! ;)
Hrefna kom sér fyrir í eldhúsinu og át snakk af mikilli lyst...
Hér eru Frú Vlad, Vlad sjálfur og Anurag að máltíð lokinni.
Herra og frú Vlad eru frá Rúmeníu og hann útskrifaðist úr Stanford á sínum tíma... :)
Hér er séð út um gluggann á fjórðu hæðinni í áttina að Golden Gate brúnni.
Þau skötuhjú eiga heima í Pacific Heigths á horni Filmore og Jackson og
flest húsin í hverfinu eru í þessum gamla og flotta stíl... :)
Hvíti bíllinn á horninu er svo hann "Trölli" okkar... hehe
Kisi litli á það víst til að lepja vatn upp úr flotkertaskálinni
en hann sýndi snakkinu óneitanlega áhuga líka...
Eftir matinn var slappað af í sófanum.
Á veggnum er "á undir fossi"... meeeee... :)
Dóttir Vlad var fljót að fá leyfi til að leika sér í tölvunni.
Hér eru Lotta og Úlfar að leiðbeina henni í Myst 3.
Anurag og Finnur undir hringstiganum - kátir menn með fulla maga! :)
Lotta er lærður ljósmyndari - og eins og allir alvöru ljósmyndarar þá
á hún þessa líka rosaflottu Hasselblad myndavél...
... sem var óspart notuð í að taka portrett myndir af öllum gestunum!
Ég bíð spennt eftir að sjá árangurinn! ;)
Svo var kominn tími til að yfirgefa samkvæmið því við ætluðum að
"skreppa" í IKEA sem er þarna í nágrenninu. Á leiðinni keyrðum
við í gegnum háhýsahverfið í San Francisco... jarðskjálfta hvað?! ;)
Þegar í Ikea var komið kom í ljós að þeir eru að byggja risastórt bílastæðahús á bílastæðalóðinni, en það þýðir líka að 90% af gömlu bílastæðunum þeirra eru ónothæf. Við þurftum því að leggja í smá fjarlægð og taka Ikea-strætó að búðinni sjálfri!! Ikea var svo alveg pakkað af fólki og okkur var tjáð af einum starfsmanni að þetta væri svona um hverja einustu helgi! Skynsamir viðskiptavinir ættu að koma á fimmtudögum eða föstudögum því þá væri minna að gera! Við gerum það næst!! ;)
Við keyptum í þessari ferð tvö Narvik náttborð í svefnherbergið og eitt Åbo hliðarborð til að hafa á milli sófanna okkar ásamt þessu venjulega Ikea smádrasli eins og glösum og myndum. Åbo stofuborðið var hins vegar því miður ekki til og því verðum við að fara aftur upp eftir einhvern tímann í ágúst ... sem mér finnst nú bara ekki verra - það alltaf gaman að fara í Ikea!! :)
Og já... sófarnir okkar... ég lét loksins undan þrýstingi frá Finni og samþykkti að kaupa brúna Levitz sófa úr húsgagnahöllinni þeirra í Redwood City. En frá þeim verður nánar greint á næstu síðu!! :)
|