Heimasíða Finns og Hrefnu - 2001b | Forsíða |
Úti að borða
Þri. - fim. 26. - 28. júní (HMG) - [Sett á vefinn laugardag 30. júní]
Eins og tíðkast þegar fólk er í útlöndum þá fer það mikið út að borða, og á meðan Jóhann og Kata dvöldu hjá okkur, þá gerðum við einmitt það.
Á þriðjudeginum fórum við á Chilis með Kötu, Jóa, Kerri og Janine og fengum alveg fínasta "Hard Rock" mat.
Kata, Jói og Janine með hamborgara og annað gotterí
Hinn helmingurinn af borðinu með grænt Chili ef vel er að gáð.
Síðasta kvöld Jóa og Kötu hittum við síðan Gísla, Björn og Ásu konuna hans og fórum út að borða á Black Angus Steak House.
Hrefna, Björn, Ása og Gísli. Björn og Ása voru að fara heim á föstudaginn en
Björn var hérna á vegum Háskólans í Reykjavík.
Kata, Jói, Finnur og humarinn hans Finns. Öll fengum við ljúffengan mat,
við mælum sterklega með Black Angus! :)
Kveðjumyndin
Svo fórum við heim með Jóa og Kötu og þau tóku til við að pakka enda flugið til London á hádegi daginn eftir.
Hrefna og Kata taka verðmiða af stimplunum hennar Kötu og DVD diskunum
hans Bjarna bróður Jóhanns... löng saga... ;)
Svo kom fimmtudagurinn og áður en varði voru Kata og Jóhann farin!
Með smá brot af farangrinum... ;)
Svo var bara að stilla GPS tækið á Hertz bílaleiguna við San Francisco flugvöll
og þá voru þau farin!! Bæ, bæ Jói og Kata - þið komið vonandi fjótt aftur!! :)
Sniff, sniff... engin meiri Jóhann og Kata... :(
|