Hjá Imeldu
Sunnudagur 10. ágúst 2008 (HMG) [Sett á netið 1. maí 2009]
[We visit Imelda and her family. Imelda was an invaluable roommate to Hrefna at the hospital during the dramatic summer of 2007.]
Heimsókn til Imeldu og fjölskyldu hennar. Þegar Hrefna var lögð inn á Stanford spítala hinn dramatíska júní 2007, þá fékk hún Imeldu sem herbergisfélaga fyrstu dagana. Imelda var ómetanlegur herbergisfélagi, gott að tala við hana og mikla visku að hafa. Hún átti við nýlega sprunginn belg að glíma, en var komin mánuði lengra á leið. Við kynntumst eiginmanni hennar lítillega, og komumst fljótlega að því að við áttum báðar dætur á svipuðum aldri, sem léku sér svo saman þegar þær komu í heimsókn. Ég hugsaði með mér á spítalanum að það gæti verið gaman að halda við þau sambandi, og rúmlega ári eftir fæðingu sona okkar, þá létum við loksins verða að því!
Imelda hin írska, með Ben litla.
Bjarki svo gott sem hvarf í risastóra matarsólinn hans Bens. :)
Anna og Evie að leika sér saman.
Gaman saman! :)
Bjarki heillaður af nýju dóti.
Bjarki og Ben, fyrrverandi herbergisfélagar.
Evie og Anna.
Finnur (með Bjarka) ræðir við Imeldu (með sofandi Ben) og Stuart.
Tvær myndir í lokin frá Imeldu:
Skellibjöllurnar að fela sig bak við sófa.
Ben og Bjarki.
Comments:
|