Oakland Zoo
Miðvikudagur 20. ágúst 2008 (HMG) [Sett á netið 3. maí 2009]
[Daycare was closed for three days for "staff developement days". On day one we visited the Oakland Zoo.]
Leikskóli krakkanna var lokaður í þrjá daga fyrir starfsdaga, og við tókum okkur míní-sumarfrí í staðinn. Fyrsta stopp: Oakland dýragarðurinn.
Á bílastæðinu. Það voru merkilega margir bílar þarna á virkum degi.
Fyrsta stopp: kaffiterían að fá sér eitthvað að borða.
Anna, ný-sólarvarin.
Flamengóar, alveg eins og í SF Zoo.
Veit ekki alveg hvað ég á að segja um þennan hárstíl. :)
Páfagaukar!
Það sátu apar þarna undir tré.
Halló apar.
Fleiri apar. Anna horfði heilluð á þá sveifla sér um í köðlunum.
Hjá risa-skjaldböku.
Téð risa-skjaldbaka.
Tvær aðrar að hvíla sig undir fjarlægu tréi.
Anna í þykistu-skel.
Þessi krókudílaungi var víst gældudýr einhvers sem fór illa með hann. Það var verið að koma honum aftur til heilsu.
Anna á frosk-baki.
Með leðurblökubúrið í baksýn.
Uppþornaður pollur með steyptum lilju-blöðum.
"The Commons". Gjöf frá Keiser Permanente. Ég geri ráð fyrir að þeir séu að tala um grasflötina, en ekki ruslatunnuna. :)
Einhver svínategundin.
Minnisbekkur.
Bjarki fékk að húka í kerrunni mestan part dags.
Stærðarinnar gíraffasvæði.
Anna hjá gíraffagirðingu.
Gíraffi.
Anna og fílarassar.
Áð stuttlega.
Fyrir utan dýragarðinn er lítill skemmtigarður, með litlum krúttlegum tækjum.
Við keyptum okkur miða og fórum í röð til að keyra í lestinni sem fer í kringum og gegnum dýragarðinn.
Hér sé röð.
Hér séu feðgar.
Lestin lögð af stað. Það eru krúttleg lestarmerki um allan dýragarðinn.
Horft yfir dalinn til vesturs. Kyrrahafið er handan við fjöllin (hæðirnar) í fjarska.
Fremst var alvöru eimreið!
Bjarki kátur að fá að stýra.
Kát eftir vel heppnaða dýragarðsferð.
Comments:
|