Köfun - McAbee
Sunnudagur 29. maí 2005 (FBÞ) [Sett á netið 5. júní 2005]
[Logi, Tassanee and I go diving at McAbee beach, Monterey while Hrefna and Anna play on the beach]
Við Logi og Tassanee ákváðum að fara að kafa á sunnudeginum á McAbee beach. Við hefðum ekki getað valið betri dag til að kafa því að veðrið var æðislegt, heitt og stillt og sjórinn spegilsléttur.
Þegar við mættum var þessi selkópur á ströndinni sem búið var að girða af, en það er víst þekkt að mæðurnar
skilja kópana eftir á ströndinni á meðan þau leita að fæði og koma svo aftur að sækja þá.
Hann unndi sér vel á ströndinni, leit öðru hvoru út á sjó til að athuga hvort móðirin væri
mætt og þess á milli flatmagaði í sólinni. :)
(talandi um mæður...) Anna Sólrún hlaupandi á ströndinni og Hrefna á eftir... :)
Anna Sólrún er mjög hrifin af fuglum líka (ekki bara hundum og köttum) :)
Anna Sólrún á ströndinni
Sko!! Hafið!
"Nei, ekki út í!!" :)
Kafararnir að gera sig klára...
Eldsnemmt að morgni til, fólksfjöldinn ekki mættur
(þetta var þriggja daga helgi þannig að fólk streymdi að)
Anna að fylgjast með köfurunum að gera sig klára
(Veggurinn er leyfar af gömlu húsi, kannski gamalli fiskverksmiðju - hver veit?)
Minn tilbúinn að fara að kafa
Anna Sólrún á ströndinni
Það þarf ekki kuðung, maður heldur bara höndinni upp
við eyrað og maður heyrir í hafinu! :)
En þá er komið að köfuninni sjálfri...
Þetta heitir víst Nudibranch Eggs
Fish-eating Anemone
Urticina piscivora
Undarlegur kuðungur
Held að þetta sé Bat star
Asterina miniata
Fish-eating Anemone (og Logi í bakgrunninum)
E-s konar blanda af svampi og þara
California Strawberry Anenome
Corynactis californica
Blood Star (krossfiskur)
Henricia leviuscula
Sunflower Star
Pycnopodia helianthoides
Monterey Dorid
Archidoris montereyensis
Moss Crab (?)
Loxorhynchus crispatus
Bat star
Asterina miniata
Purple Sea Urchin
Strongylocentrotus purpuratus
Hér erum við Logi og Tassanee komin upp úr eftir fyrri köfunina og Anna komin í vagninn
Logi og Finnur tilbúnir í seinni köfunina
Seinni köfunin var mjög frábrugðin þeirri fyrri því við völdum okkur nýja leið sem
reyndist vera mun meira grunnsævi en í fyrri köfuninni og því mun meira af gróðri
og mun minna af öðru sjávarlífi.
"Kelp" skógurinn var undarlega hvítleitur í þetta skiptið.
Spurning hvort sveppir herji líka á gróður neðansjávar? :)
Þessi mynd sýnir ekki nógu vel stærðina á þessum fiski en hann sat á botninum
og var alveg tilbúinn að leyfa okkur að mynda sig.
Og, svona að gamni, er hér listi af eldri köfunum, fyrir þá sem hafa áhuga á fleiri köfunarmyndum...
03.08.2003
|
|
26.10.2003
|
|
02.11.2003
|
|
18.04.2004
|
|
16.10.2004
|
|
15.01.2005
|
|
Comments:
|