Bjarki fer heim
Mánudagur 1. október 2007 (HMG) [Sett á netið 29. desember 2007]
[Bjarki is finally discharged from the hospital!]
Þann 1. október var Bjarki loksins útskrifaður af spítalanum!
Áður en hann gat yfirgefið spítalann þurfti hann að standast "bílstólsprófið", það er sitja/sofa í bílstólnum sínum í
eina klukkustund án þess að neitt kæmi upp á (svo sem minnkun á súrefnismagni í blóði).
Eftir að hafa skrifað undir alls konar pappíra um að okkur hafi verið sagt frá hinu og þessu (ekki hrista barnið,
hvenær skuli hringja í lækni...) og súrefnistankarnir höfðu verið afhentir, þá var loksins komið að því að aftengja Bjarka.
Bless, bless hjarta- og öndunarnemar.
Neminn til að mæla súrefnismagnið í blóði var yfirleitt hafður á öðrum fætinum...
... og svo var hann farinn! :)
Kominn í heimferðarkjólinn...
Búið að festa Bjarka í stólinn og tengja ferðasúrefnistankinn.
Bjarki kominn út fyrir hússins dyr í fyrsta sinn á ævinni - rétt rúmlega 3ja mánaða gamall!
Í kælitöskunni voru rúmlega 90 flöskur af frosinni brjóstamjólk, sem rétt komust fyrir í frystinum heima...
Heima á mömmu. Hann átti eftir að eyða ótöldum stundum í þessari stellingu.
Finnur veit ekki alveg hvað hann á að halda um...
... mannhæðarháa súrefnistankinn á stigapallinum!
Í sófanum.
Finnur í hinum sófanum með ferðatankinn í baksýn.
Anna "hjálpar til". Það tók góðan tíma að skýra út fyrir henni að Bjarki væri ekki alveg tilbúinn í að fara að leika.
Æji, litla skinnið...
Hasar-fjölskyldumynd.
Anna heldur á Bjarka.
Finnur heldur á Bjarka.
Hæ þú.
Mæðginin steinrotuð í sófanum.
Velkominn heim Bjarki Freyr! :)
Comments:
|