Skólar
Föstudagur 18. júlí 2008 (HMG) [Sett á netið 19. mars 2009]
[Two campuses: Stanford and daycare.]
Tveir skólar, Stanford og nýi leikskóli krakkanna.
Röltandi um Stanford.
Lífsmark utan dyra um mitt sumar! Ótrúlegt! :) Það er yfirleitt heldur fámennt um að litast á sumrin...
Pálmatré.
Útsýnið út um skrifstofugluggann minn. Já, ég er ennþá með skrifborð í skólanum,
þó svo að ég sitji aldrei við það. Í staðinn er það geymsla fyrir möppur og vefþjón.
Önnur mynd af framkvæmdunum. Þarna voru áður lágreist hús og svo stórt torg. Í staðinn á að byggja 3-4ja hæða risahús
undir hinar ýmsu verkfræðideildir, og þar með hverfur fína útsýnið upp í hæðar.
Partur af nýbyggðu húsi undir umhverfis-verkfræði.
Sama hús, hinum megin. Þeir sem til þekkja kannst kannski við bílastæðahúsið hinum megin við götuna...
Komin á leikskólann. Þar eru þessi risastóru tré!
Borð, stólar og sólhlífar í anda Gúgul.
Leikskólinn er í húsnæði sem áður hýsti grunnskóla. Grunnskólanum var lokað vegna afspyrnu slæms gengis
(eitthvað með að meirihluti nemenda hafi talað spænsku sem aðaltungumál, en allt kennt á ensku...)
og Gúgul leigði húsnæðið og lóðina og gerði það allt upp.
Einn af leikgörðunum. Hver húsalengja er með fjórar bekkjarstofur.
Við Finnur kímdum svolítið þegar við vorum kynnt fyrir þessum blóma-gras-bletti. Þetta er sem sagt "náttúran",
lítið svæði sem er ekki sérstaklega hannað, heldur eru þarna villiblóm sem börnin mega tína og hlaupa um í.
Gulu bogarnir fyrir aftan erum þrjár risarólur, sem eiga að stuðla að samvinnu, því það er erfitt að koma þeim á ferð
nema með því að vinna saman.
Garðurinn hennar Önnu - og hún er þarna efst uppi. Lög gera ráð fyrir að það þurfi að vera mjúkt undirlag undir öllum
klifrugrindum, og því er klifrukastalinn umkringdur gervigrasi. Alvöru gras er víst of hart!
Komin í bekkinn hans Bjarka, og Anna strax búin að taka litla bróður upp.
Litaþemað er "náttúrulegt", enda partur af stefnu skólans að bekkirnir séu "augnakonfekt".
Trang tekur mynd.
Comments:
|