Natural Bridges
Þriðjudagur 25. mars og 26. mars 2008 (HMG) [Sett á netið 8. janúar 2009]
[Daycare closed. We head to the beach with Darya's family. The plan was to visit a new beach, but it was fogged out so Natural Bridges it was. Glorious day!]
Það voru starfsdagar á leikskólanum svo við skipulögðum strandferð með fjölskyldu Daryu. Planið var að heimsækja nýja strönd en þegar á hólminn (eða ströndina) var komið þá bara þoka þar. Því héldum við eilítið suður á bóginn og enduðum á Natural Bridges ströndinni eins og svo oft áður. Sólin glampaði og þó svo að það væri kaldur vindur þá var þetta vel heppnuð strandferð.
Þriðjudagur 25. mars 2008
Anna borðar hafragraut í morgunmat.
Bjarki horfir á.
Natural Bridges ströndin í Santa Cruz. Næstum auð enda þriðjudagur!
Finnur slakar á.
Bjarki dúðaður að íhuga skyggni-duluna.
Darya og Anna við klettana. Á fjöru þá er lækur þarna meðfram klettunum svo krakkar geta leikið sér í vatninu
í vari frá Kyrrahafinu sjálfu. Þegar tekur að falla að koma skemmtilegar vatnsgusur upp meðfram klettunum.
Horft að landi.
Hádegismatur.
Bjarki ágætlega sáttur.
Ennþá svo til ein á ströndinni. :)
Dyrhólaeyjan í baksýn.
Það eru fullt af húsum við ströndina. Örugglega gaman að þrífa gluggana á þeim... :)
Finnur og Bjarki taka sér hádegislúr saman.
Ágætis kombó: sumarpils og flísjakki. :)
Gaman að leika í sandinum.
Við keyrðum svo heim um tvöleytið enda komið nóg af útivistarsúrefni þann daginn! :)
Miðvikudagur 26. mars 2008
Hr. Bjarki Freyr.
Kátur! :)
Comments:
|