Jólamyndir
Laugardagur 25. nóvember 2006 (HMG) [Sett á netið 10. desember 2006]
[I take Anna out into the yard for a Christmas Card photoshoot.]
Ég fór með Önnu Sólrúnu út í garð að taka myndir fyrir jólakortin. Þetta er árlegur viðburður, en yfirleitt set ég myndirnar ekki á netið. Í þetta sinn ætla ég að brjóta hefðina því annars týnast bara myndirnar í öllu myndahafinu. Sjálf "jólamyndin" er samt ekki með hérna, amk ekki ennþá.
Fyrsta stopp var við trjárunna.
Alvarleg nærmynd.
Anna Sólrún var svo kát að komast út eftir að hafa verið inni allan morguninn að það var eins og hún væri í
sykursjokki...
... hlaupandi fram og aftur...
... með laufhrúgur og hendandi laufunum upp í loftið.
Stopp númer tvö: rólan.
Að geifla sig í rólunni.
Horfandi á flassið.
Horfandi á fugl?
Smell..
Síííís...
Veðrið var alveg yndislegt þennan dag.
Hvað er þarna?
Viltu ýta mér? Nei, ég er að taka myndir!
En núna?
Ok, ég gefst upp og stend bara í rólunni!
Standandi.
Yfirlýst í svart-og-hvítu.
Henni fór fljótt að leiðast og stökk úr rólunni og hljóp langleiðina í kringum allan garðinn áður en ég náði henni og
dró hana inn í skikkanlegri föt!
Comments:
|