Siggi & mangó
Mánudagur 1. maí 2006 (HMG) [Sett á netið 4. júní 2006]
[Canada-Siggi comes for a visit, and I dissect a mango to find a huge oblong but skinny kernel!]
Hann Kanada-Siggi var hér í viku um daginn á vegum Google, og gerði okkur þann heiður að borða með okkur eitt kvöldið. Siggi er mikill barna-kall og Anna Sólrún hefur sjaldan fengið jafn mikla athygli!! :)
Þetta var of sætt. Siggi stillti sér upp í dyragættinni með krosslagðar hendur,
og Anna Sólrún var ekki lengi að herma eftir honum! :)
Sniðug! :)
Nú er mangó í "season" og við búin að kaupa nokkur. Því miður hafði gengið frekar brösuglega að skera kjötið utan af kjarnanum,
kjarninn var aldrei þar sem ég bjóst við honum - svo eftir að Siggi var farinn þá tók ég mig til og komst til botns í málinu! :)
Kemur ekki í ljós að mangó-kjarninn er afskaplega grannur á einn kant...
... en breiður á annan!
Ekki nóg með það, heldur risti ég upp kjarnann og hann reyndist innihalda eina baun!
Engin smá baun það! :)
Þar með veit ég núna hvernig kjarninn er í laginu, og nú gengur mér miklu betur að skera mangó! :)
Comments:
|