Haldið heim
Laugardagur 22. apríl 2006 (HMG&FBÞ) [Sett á netið 3. júní 2006]
[The last day of our fantastic vacation. We sent the boys off to explore the Hilton grounds with the kids, while we packed. Then our flight was delayed for 4 hours so we ended up in down-town Kona and hung out on a grassy lawn, which was the only real extended relaxation for the entire trip!]
Síðasti dagurinn á Hawaii rann upp bjartur og fagur eins og allir hinir dagarnir þar á undan. Eftir morgunmat fóru Finnur og Snorri í Hilton-leiðangur með krakkana á meðan við Guðrún pökkuðum í töskurnar. Þegar við komum á flugvöllinn (og vorum búin að skila mínívaninum) þá kom í ljós að fluginu hafði verið seinkað um 4 tíma svo við fundum stóran leigubíl og eyddum síðdeginu í miðbæ (túristahjarta) Kona í algjörri afslöppun. Flugið heim gekk síðan vel og við lentum um seint og síðir í Oakland og vorum komin heim til okkar um fjögurleytið um nóttina.
Hótelið er svo stórt að það gengur lest um svæðið - og í hana var farið, enda lestir mikið sport! :)
Horft út um lestargluggann.
Baldur og Anna Sólrún í lestinni.
Snorri og Baldur.
Ekki nóg með að það gangi lest um hótelið, heldur getur maður líka farið í bátsferð!
Stóóóór stigi!
Foss.
Á hótelinu getur maður farið í eitthvað sem heitir " Dolphin Quest" en þá fær maður að klappa höfrungum.
Hér eru tveir þeirra.
Það var víst uppbókað marga mánuði fram í tímann, svo þau létu sér nægja að horfa á.
Höfrungur að synda hjá.
Höfrungalónið.
Krakkarnir búnir að finna mjög spennandi tæki. Hvað ætli það geri!?
Nei sko - það spýtir út vatni! :)
Kalt! :)
Baldur's turn! :)
Útsýnið var ekkert slor.
Komin nær höfrungahópunum. Takið eftir myndatökumanningum. :)
Höfrungarnir leika listir sínar - undir stjórn konunnar í bláa sundbolnum.
Einn hópurinn fer í bað.
Anna Sólrún kjólastelpa.
Enn einn lónið.
Þarna mátti sjá hina ýmsu fiska.
Einn blár.
Síðan fórum við öll á flugvöllinn - þar sem fengum að vita að vélinni hafði verið seinkað um marga klukkutíma. Það var því
lítið að gera nema taka leigubíl niður í Kona (flugvöllurinn er úti í miðju hrauni) og eyða deginum þar. Ég reyndar stakk
upp á því að við færum bara í langan göngutúr í hrauninu - en var sem betur fer hratt og örugglega skotin niður! :)
Komin í miðbæ Kona og við það að smyrja sólarvörn á liðið.
Skemmtilegt skúmaskot.
Þarna fundum við kirkju...
... og herraseturs-legt hús.
Þarna var líka þetta undarlega tré.
Við röltum um í leit að einhverju til að gera...
Í einni smá-búða þyrpingunni.
Hér er allt sem maður þarf: lögfræðingur, sálfræðingur, nuddari og jógi.
Í kerrunni sem geymdi næstum allan handfarangurinn.
Við fengum sæti með útsýni yfir...
... hafið! :)
Finnur og Anna Sólrún.
Guðrún fær sér kokteil.
Anna Sólrún geiflar sig fyrir myndavélina.
Voða afslöppuð.
Ofur-brosið!
Finnur á líka ofur-bros! :)
Sif sýnir hvað maður getur gert þegar mann vantar báðar framtennurnar!
Hehe... :)
Guðrún á góðri stundu...
... en ég fór víst eitthvað yfir strikið með þúsund myndatökum svo hún faldi sig á bak við pepsí. :)
Eftir snarlið (sem var nú ekkert spes, það kom í ljós að þessi staður er samrekinn með
veitingastaðnum sem við borðuðum á kvöldið áður, og maturinn var slappur eftir því)
þá fórum við út á grasblettinn á bak við veitingahúsið.
Útsýnið yfir hafið
Anna að hoppa niður af steinveggnum
Guðrún og útsýnið til hægri
Horft til baka í átt að veitingastaðnum. Það virtist engu skipta hversu drungalega skýin urðu, aldrei virtist rigna við ströndina,
bara uppi í fjalli!! Þetta skýrði af hverju veðurspáin fyrir Kona-bæ var endalaus rigning áður en við lögðum af stað í fríið!
Krakkarnir hlupu hringi á grasinu.
Stóri hringurinn
Finnur að flatmaga (flatbaka?) á grasinu í góða veðrinu.
Stuttu síðar opnaði hann augun og sá þrjár stórar kókoshnetur beint fyrir ofan
hausinn og ákvað að það væri ekki vitlaust að færa sig... :)
Snorri að mynda á fullu (það reyndi vel á linsuna í ferðinni).
Sif flatmagar með bókina sína.
Snorri íhugar að koma sér betur fyrir...
... og fann sér stuttu síðar þetta fína pláss.
Gjugg í borg!!
Hvar er Baldur eiginlega???
Svo var kominn tími á að halda út á flugvöll og fara um borð. Við máttum sætta okkur við að afhenda yfirvöldum á
flugvellinum alla ferska ávexti (epli, appelsínur, tómata) því það er bannað að flytja þá til meginlandsins.
Anna með apann.
Hrefna stressuð að vanda fyrir yfirvofandi flugferð, á meðan Snorri og Guðrún lesa í rólegheitunum.
Útsýnið rétt eftir að við tókum á loft.
Hérna sést flugvöllurinn líka (horft til norðurs).
Horft til baka upp á eyjuna. Flugvöllurinn er þarna neðst vinstra megin. Í fjallshlíðunum virtist vera mikið af trjágróðri
og slatti af íbúðarhúsnæði. Ég skildi aldrei af hverju fólk bjó ekki nær ströndinni... kannski út af fljóðbylgjuhættu,
eða vegna þess að strandlandið er of dýrt?!
Nú er flugvöllurinn neðst hægra megin, og nýlegir hraunstraumar sjást berlega!
Síðan hvarf eyjan á bak við skýjabakka, fyrir utan toppinn á Mauna Kea.
Anna Sólrún stóð sig vel í fluginu og sofnaði fljótlega eftir að maturinn var búinn og svaf fram í lendingu. Við hin þrældum
okkur hins vegar í gegnum Nanny McPhee (þann óskapnað) og vorum ánægð að komast óhult á leiðarenda! :)
Comments:
|