Páskadagur
Sunnudagur 16. apríl 2006 (HMG) [Sett á netið 14. maí 2006]
[Easter Sunday. The kids woke up at sunrise (6am) and we were in the pool by 8am. By 10am we were at the beach and in the afternoon we went for a drive, ending up at a fabulous restaurant! Great day!! :)]
Hawaii er þremur tímum á eftir Kaliforníu, svo krakkarnir vöknuðu hress og kát klukkan 06:00 um morguninn. Ái. Ég skreið á fætur með þeim, og hægt og rólega vaknaði fullorðna fólkið. Síðan fórum við í sundlaugina og þar á eftir fundum við ströndina. Eftir smá síðdegislúr fórum við í bíltúr og enduðum fyrir algjöra heppni á rosalega góðum veitingastað. Eðal dagur! :)
Krakkarnir við matarborðið að borða "staðgóðan" morgunverð, brauð með hnetusmjöri og appelsínusafa.
Seinna um daginn skutumst við Guðrún í verslunarferð og fundum "alvöru" súpermarkað þar
sem innfæddir versla og keyptum mat fyrir alla vikuna! Við vorum sum sé í svona "resorti" og
einu búðirnar sem voru nálægt okkur voru túrhestabúðir, ferlega dýrar og matvöruverslunin
var nú bara frekar léleg, meira svona lítill allt-múlígt kaupmaður á horninu.
Krakkarnir að leika sér í stofunni. Takið eftir lofthæðinni! Þarna uppi hefði auðveldlega
mátt koma fyrir fjórða svefnherberginu... Þessi mynd er tekin klukkan 06:30 að staðartíma... :)
Sólin að koma upp fyrir alvöru.
Snorri og Finnur komnir á fætur enda krakkarnir ekki mjög lágværir.
Þar sem þetta er skrifað var "Morning has broken" með Cat Stevens að byrja í tölvunni... :)
Það er ekki oft sem ég er á fótum til að taka myndir af sólarupprásinni... :)
Krakkarnir að hlaupa um í nývökvuðu grasinu. Grasið á Hawaii var svolítið sérstakt,
og hálf mosalegt. Sums staðar var eins og einhver hefði ákveðið að teppaleggja hraunið...
Klukkan átta vorum við mætt í sundlaugina, og þessi mynd er tekin klukkan níu, þegar við vorum að fara heim aftur.
Anna Sólrún vappaði um allt, kannandi umhverfið.
Finnur hélt sig í heita pottinum, enda sundlaugin skítköld. Hinum megin við vatnið í fjarska voru " The King's Shops",
túristagildrurnar sem ég minntist á áðan.
Anna Sólrún að prófa vatnið... brrrr...
Best að halda sig bara í heita pottinum! :)
Um 11 leytið fórum við aftur á stjá, og í þetta sinn stoppuðum við í The King's Shops og fengum okkur Subway samlokur
í hádegismat, enda ekki til matarbiti í húsinu. Þarna sést "resortið" okkar, fyrir miðju má óljóst sjá sundlaugina...
Það voru fiskatorfur í vatninu rétt hjá okkur, enda líklega búnir að uppgötva að þarna borðaði fólk oft mat.
Finnur gerir þeim greiða og gefur þeim part af samlokunni sinni
og þá varð sko hamagangur í öskjunni.
Eftir að hafa villst smá fundum við loksins hvar maður komst niður á strönd. Það reyndist vera rétt hjá okkur, en það sem
var skrítið var að maður tók vinstri beygju út úr græna gróðrinum og út á bert hraunið!! Það sést þegar maður kíkir á
yfirlitsmynd af svæðinu að hótelin og golfvellirnir liggja á frekar nýlegu hrauni, og það ljóst að svo til hver einasta trjáhrísla
og grastorfa hefur verið sérstaklega flutt hingað.
Gengið frá bílastæðinu að ströndinni. Við vitkuðumst þegar leið á vikuna og keyrðum þennan veg á enda og hentum
liðinu út svo að einungis bílstjórinn þyrfti að ganga alla leiðina. :)
Aloha Waikoloa! :)
Og þvílíkt og annað eins! Við ætluðum sko bara að stoppa "stutt" á ströndinni, en þegar á hana var komið þá var bara
ekki hægt að fara í burtu strax aftur!! Við komum okkur því fyrir í skugganum af pálmatrjánum og nutum lífsins! :)
Finnur og Guðrún leggja niður "oversize" strandhandklæðin úr CostCo... :)
Guðrún hafði sérstaklega pakkað niður litlum plasteggjum fyrir krakkana, enda páskadagur og plasteggja-leit fastur
siður hérna í Bandaríkjunum.
Anna Sólrún að boða nammið úr fyrsta egginu sem hún fann og þar með var eggjaleitinni lokið hjá henni.
Mmmm... :)
Híhíhí...
Ugh... ég er með sand í munninum! :)
Baldur kemur hlaupandi með nammi handa Finni myndatökumanni.
Útsýnið til hægri (norðurs).
Útsýnið til vinstri (suðurs).
Hrefna, Sif og Snorri að gera sig klár í snorklið.
Finnur fór með þeim í seinni ferðina og tók að sjálfsögðu með sér litlu myndavélina í vatnshelda kassanum.
Týpískur stór steinn með kóral á.
Þetta mun vera Lagoon Triggerfish (Rhinecanthus Aculeatus).
Hér eru þrír Convict Tang (Acanthurus Triostegus) og einhver stærri fiskur.
Labbað til baka frá ströndinni. Baldur og Anna súpersæt að haldast í hendur... :)
Guðrún með ungana sína. Baldur var hérna kominn í föt af Önnu Sólrúnu - svaka flottur! :)
Finnur og Anna Sólrún bætast í hópinn. Finnur dregur sund/köfunargræju-töskuna okkar. :)
Eftir ströndina svæfðu karlarnir krakkana (og sjálfa sig), á meðan við konurnar fórum í ofur-matar-verslunarferð
til Waikoloa Village sem er inni í landi (og því fjarri túrhestum). Um fjögurleytið voru allir komnir á fætur aftur og búið
að ganga frá matnum og þá var lítið annað hægt að gera en að tsjilla svolítið meira! :)
Anna Sólrún bendir á eitthvað ferlega merkilegt. :)
Baldur og Anna Sólrún komin í brekku-leik.
Anna á leiðinni upp.
Hoppi-skoppi!! :)
Þau veltust um eins og þau gátu!
Baldur kátur.
Anna Sólrún gerir sig tilbúna til að rúlla niður.
Svo var einhverju hent niður...
Það var nokkuð mikill vindur þar sem við vorum, en hann var hlýr og þægilegur og því ekki hægt að kvarta.
Hlaupi, hlaupi!! :)
Önnu-hár og Baldur.
Þau tvö eru alveg kostuleg saman! :)
Baldur eitthvað ekki sammála því sem Anna var að segja...
Gera svona!
Samningaviðræður... :)
Sif komin í páska-kjólinn! :)
Anna Sólrún og Baldur komin í ferðafötin og við að leggja í hann.
Fyrst þurfti að gantast... :)
Gaman í vindinum.
Lögð af stað!
Við stoppuðum á einhverri strönd, bara til að sjá hvort það væri eitthvað spennandi við hana. Þetta virtist vera strönd
fyrir innfædda, og við sáum ekki betur en að þessar tjaldbúðir væru nokkuð gamlar og grónar.
Horft til norðurs.
Horft til suðurs.
Við nenntum ekki að leyfa krökkunum að fara í sjóinn enda ekki á leiðinni heim aftur í sturtu.
Við horfðum því bara á útsýnið og...
... snérum svo við.
Hawaii-ískt bílastæði. :)
Innfæddir með grillveislu.
Það eru víst einhver 11 mismunandi "veðursvæði" á stóru eyjunni. Rétt norðar við okkur var fjall sem var skýjum
hulið eiginlega allan tímann, og það kom í ljós síðar að þar var allt annað gróðurfar.
Það þarf ekki mjög vígaleg hús til að búa í veðursældini á Big Island, ef maður er á réttum stað á eyjunni.
Pínkulítil höfn í "iðnaðarhverfinu" sem við fundum í 20 mínútna fjarlægð norður frá okkur.
Svo keyrðum við sem leið lá til Waimea, inn í land, sunnan megin á með fjallinu.
Því hærra upp sem við fórum, því meira breyttist gróðurinn. Undir lokin var allt orðið náttúrulega grasi gróið og
leit að miklu leyti út eins og ensk sveitasæla.
Ef þið starið vel og vandlega á skýið á neðri hluta myndarinnar, þá komið þið kannski auga á fjallið sem er
Hér er zoom-uð inn mynd af myndinni fyrir ofan. Hvítu klumparnir vinstra megin eru stjörnusjónaukar!
Á þessum slóðum er víst slatti af kúrekum!
Brummm...
Eftir að hafa keyrt um í smá tíma römbuðum við fram á þetta rosalega krúttlega veitingahús sem var allt páskaskreytt
og við stóðumst ekki mátið og gengum inn.
Sif við tvær prúðbúnar kanínur.
Við Guðrún laumuðumst um á meðan þeir röðuðu saman borðum fyrir okkur, og fundum þessa sætu stofu.
Krakkarnir voru á meðal dolfallnir fyrir öllu páskaskrautinu, enda ekki nokkurn tímann séð jafn margar kanínur á einum stað!
Fyrir utan blasti við "rauða fjallið" samkvæmt einhverri konu sem vildi endilega segja mér hvað fjallið héti. Ég hváði,
en hún sagði að steinninn væri rauður - svo ég býst við að þetta séu hálfgerðir rauðhólar...?!
Awwww... :)
Svangir og þreytti ferðalangar loksins við það að fá mat! :)
Sif og Hrefna :)
Máltíðin var alveg frábær, maturinn var eðal og stemmingin góð. Í lokin átum við yfir okkur af eftirréttum, enda boðið
upp á súkkulaði fondú-með svona brjálæðislegum súkkulaði-fondú-gosbrunni!
Á meðan við súkkulöðuðumst, þá átt Finnur hvern skammtinn af krabba á fætur öðrum.
Sjaldan hefur Finnur verið kátari! :)
Þegar við fórum var fólk ennþá að koma og við prísuðum okkur sæl fyrir að hafa verið snemma á ferðinni! :)
Við yfirgáfum veitingahúsið þreytt, en sæl og glöð eftir góðan dag! :)
Comments:
|