San Fran Zoo
Mánudagur 20. mars 2006 (HMG) [Sett á netið 3. apríl 2006]
[We use Anna's day off to drive up to San Francisco, visit Lotta and Freyja (no pictures) and then the San Fran Zoo and Pacific Sea.]
Leikskólinn hennar Önnu Sólrúnar var lokaður mánudag og þriðjudag, svo við notuðum tækifærið og fórum í heimsókn til Lottu og Freyju (engar myndir því miður) og kíktum svo á Kyrrahafið (Anna Sólrún svaf í bílnum á meðan ég kláraði Pride and Prejudice). Þegar Anna Sólrún vaknaði um seint og síðir kíktum við í dýragarðinn sem var aaaalveg að loka og því fá dýr að sjá.
Anna Sólrún klárar mat úr poka hjá zebrahesta-garðinum.
Einn zebrahesturinn að labba framhjá okkur.
Þrír zebrahestar.
Í kerrunni í fuglahúsinu.
Við fylgdumst lengi vel með górillunum, ein þeirra (þessi til vinstri) var á stanslausu flakki inn og út úr húsinu,
á meðan stóri karlapinn kom endrum og eins í dyragættina.
Á leiðinni að gíraffahúsinu (þeir voru allir inni, enda svolítið kalt úti) römbuðum við
fram á þennan páfugl sem var að borða úr þessum hjólbörum.
Anna Sólrún furðaði sig á þessi svakalega stéli! :)
Þegar ég opnaði inn til gíraffanna leist Önnu Sólrúnu ekkert á blikuna, og vildi alls ekki fara inn! Ég lét það
sem vind um eyru þjóta og skutlaði henni inn í kerrunni - og í fjarhornið. Þar horfðum við á þá hreinsa laufblöð
af trjágreinum og Anna Sólrún tók þá að miklu leyti í sátt. Henni leiddist samt ekkert að fara út aftur!
Kjamms, kjamms.
Meira kjamms.
Þetta var í fyrsta sinn sem við förum í "Ástralíu-partinn" af dýragarðinum og þar sáum við fullt af kengúrum!
Þær stóðu í hring og fylgdust með öllu sem var að gerast. Seinna meir komu inn tvær aðrar kengúrur,
og stærðarinnar emú fór að elta eina þeirra, sem flýði í rólegheitunum, tók bara nokkur hopp í einu.
Járnfroskar!
Garðurinn er ágætlega fallegur, sérstaklega nýjasti parturinn.
Allt búið að loka, dýrin farin inn í hús og kominn tími til að fara aftur í bílinn!
Bílinn var við strönd Kyrrahafsins, því það kostar $5 að leggja á dýragarðs-bílastæðinu sem er hinum megin við götuna.
"Hafið!" sagði Anna Sólrún.
Það var vel hvasst þennan dag.
Það kom mér á óvart að það var fólk inni í eiginlega öllum bílunum. Sumir sváfu, aðrir lásu (ég!), sumir horfðu út,
sumir lásu bækur og aðrir átu. En það var magnað að sitja þarna með opinn gluggann og hlusta á niðinn.
Horft í sólina rétt áður en við lögðum í hann suður.
Comments:
|