Monterey
Laugardagur 25. febrúar 2006 (HMG) [Sett á netið 19. mars 2006]
[We go to Monterey to play on the beach while Finnur goes diving with Logi and Tassanee.]
Eftir langt köfunarstopp fórum við loksins aftur til Monterey og við mæðgur skemmtum okkur vel á ströndinni á meðan Finnur kafaði með Loga og Tassanee.
Logi, Tassanee og Finnur gera sig klára.
Anna Sólrún með gamlan sólhatt af Sif.
Hafið!
Köfunarkapparnir næstum tilbúnir.
Önnu Sólrúnu leist ekkert sérstaklega vel á sjóinn til að byrja með...
Einn mávurinn hafði það gott á veggnum.
Gengið út í hafið.
Blöðkurnar settar upp á meðan einn mávurinn vappar framhjá.
Þegar þau syntu út sáum við Anna Sólrún hvar tveir selir kíktu upp úr sjónum til að fylgjast með þeim.
Annar selurinn sést þarna lengst til vinstri, kafararnir eru hægra megin. Selirnir eltu þau svo niður á botn.
Það var ennþá svolítið kalt úti, svo Anna Sólrún var vel dúðuð fyrst um sinn.
Sæfífill.
Marglytta.
Annar selurinn sem elti kafarana.
Þegar þau komu upp úr aftur vorum við búnar að fækka fötum, enda orðin ágætlega heitt úti. Önnu Sólrúnu var
í upphafi illa við hafið, en svo fékk ég hana til að hjálpa mér að sækja vatn í litlu föturnar og undir lokin var hún
eiginlega orðin einum of frökk!
Finnur labbar upp ströndina, alveg skítkalt.
Hæ pabbi!
Tassanee og Logi koma upp úr.
Anna Sólrún horfir á hafið á meðan Tassanee og Logi halda áfram uppeftir.
Anna Sólrún þrífur burt "táslu-snússið" á meðan Finnur reynir að hlýja sér á höndunum.
Eigum við að fylla þessa fötu næst?! :)
Farin að henda steinum í sjóinn.
Svo stakk hún bara af!
Ég elti hana og hér er útsýnið frá hinum endanum á ströndinni.
Gaman að horfa á hafið.
Svo hljóp hún til baka!
Legið í sandinum.
Hafmeyjustellingin.
Hvað heitir þessi jógastelling aftur?
Þar sem Finni var svo kalt eftir fyrri köfunina, var seinni köfuninni sleppt svo
við skyldum við ströndina og fórum og fengum okkur hádegismat hjá Jóni í Carmel.
Comments:
|