Gamlárskvöld
Laugardagur 31. desember 2005 (HMG) [Sett á netið 5. janúar 2006]
[New Years Eve! We start with Finnur's family, then join my family for the actual blowing out of 2005.]
Við hófum gamlárskvöldið hjá Tómasi, bróður Þórarins, pabba Finns, en færðum okkur síðan yfir í Beykihlíðina fyrir skaupið og áramótasprengisýninguna uppi á Öskjuhlíðinni.
Hrefna og Baddi á sófanum hjá Tómasi og Jonnu.
Það snöggfjölgaði í sófanum þegar Ragnheiður og Anna Sólrún bættust við.
Herdís (dóttir Tómasar og Jonnu) og Halli
Aðalheiður, Jonna (ennþá með svuntuna) og Vignir.
Mannabreytingar á sófanum, Finnur kominn á milli Ragnheiðar og Badda.
Það var góð stemming í stofunni og við reyndum að gleyma því að úti var hálfgerð slydda!
Feðginin Eymundur og Anna.
Flasslausar Aðalheiður og Hrefna.
Eymundur skoðar einn lampann.
Anna Sólrún
Krakkarnir héldu sig til að byrja með inni í bílskúrnum þar sem þau sprengdu innisprengur.
Margrét með Önnu Sólrúnu.
Synir Herdísar og Halla, þeir Hreiðar Ingi og Halldór.
Hlaðborðið mínus kjötbollurnar. Allt var þetta mjög gott! :)
Tómas sjálfur.
Finnur kominn með varnargleraugu, enda þekktur sprengjuvargur!
Finnur á flótta undan einum kínverjanum.
Það var athugað hver væri hærri, Guðni eða Finnur. Þeir voru ótrúlega jafnir en ég held að
Finnur hafi mögulega marið þetta með einum mm eða svo.
Anna Sólrún og Baddi, tilbúin að sprengja!!
Guðni (sonur Tómasar og Jonnu) sýnir gleraugnatísku kvöldsins.
Anna Sólrún með gleraugu í stíl við bolinn! :)
Komin út í glugga. Hún var skíthrædd við að vera úti á meðan það var verið að sprengja,
en fannst fínt að horfa á fjörið út um gluggann.
Séð inn um gluggann. Eftir smá meira spjall og kínverjasprengingar þá yfirgáfum við veisluna og
fórum í Beykihlíðina.
Verið að horfa á skaupið í Beykihlíðinni. :)
Finnur, Magnea og Arnar við matarborðið í stofunni.
Anna Sólrún lét sér fátt um finnast með skaupið og fannst skemmtilegast að leika sér í stiganum.
Eftir skaupið klæddum við okkur í útigalla og fórum út á leiksvæðið.
Arnar kveikir á einni.
Þessi var alveg frábær í laginu - og flott líka þegar upp var komið! :)
Pétur og Nökkvi með sínar bestu Manga (japanskar teiknimyndir) eftirhermur.
Óðinn og Ásdís Sól með sitt hvort blysið.
Gos á milli tjáa.
Rennibrautin var skyndilega orðin að skotpalli!
Flott kaka hjá nágrönnunum.
Fjölskyldan nær sér í hálsríg. :)
Hulda vel dúðuð. :)
Síðan löbbuðum við sem leið lá í gegnum undirgöngin undir Bústaðarveginn og upp á hæðina.
Á leiðinni upp á vatnstankinn hjá Veðurstofunni.
Bamm! :)
Finnur og Ágúst uppi á tanknum.
Horft yfir til Kópavogs.
Rétt hjá þar sem við stóðum var skotið upp fjórum stóóórum kökum. :)
Bræðurnir kátir.
Finnur, Hrefna Marín og Hrefna amma.
Það var fullt af fólki þarna uppi eins og alltaf! :)
Veðrið var alveg frábært, smá gola og hlýtt. Gerist ekki betra. :)
Fjölskyldan var kát.
Horft á geðveikina.
Vala, mamma Ágústar, Ágúst með Ásdísi Sól og sprengjuregnið í baksýn.
Arnar var á fullu að taka myndir, Magnea og Hrefna amma horfa til himins.
Eftir miðnætti fórum við niðureftir aftur og þá skaut Ágúst upp fleiri kökum og flugeldum.
Ásdís Sól með flugeldaprik.
Arnar og Magnea.
Unnar Steinn að taka mynd af Arnari og Magneu! :)
Á góðri stundu. Þetta er það sem gerist þegar maður andar óvart á linsuna...
Hulda og Ágúst...
... sem var sko ekki af baki dottinn! :) Þessi var sko merkt EXTRA! :)
Ásdís amma passaði Önnu Sólrúnu og Eyþór inni við á meðan við hin vorum úti. :)
Róleg kaffistund á byrjunarstund ársins 2006.
Embla, dóttir Ágústar.
Á meðan við átum kökur á neðri hæðinni, voru krakkarnir uppi í Legó-himnaríki. :)
Við fórum síðan fljótlega aftur heim í Mosó og fórum bara að sofa!
Gleðilegt nýtt ár!! :)
Comments:
|