Piparkökuhús
Fimmtudagur 22. desember 2005 (HMG) [Sett á netið 3. janúar 2006]
[Bjarni and I make a ginger-bread cookies, a ginger-bread house and some more cookies at my mother's place.]
Bjarni og ég tókum okkur til og bjuggum til piparkökur og eina aðra smáköku-tegund ásamt því að við bjuggum til okkar fyrsta piparkökuhús "from scratch"! Anna Sólrún var hjá ömmu sinni á meðan og Finnur stóð í sínum venjulegu tölvuviðgerðum.
Bjarni hnoðar saman piparkökudegi.
Jíííhííí!
Piparkökur!?!! :) Ekki alveg strax...
Hrefna opnar ísskápinn.
Anna Sólrún gefur ömmu Ásdísi smá snakk.
Svo komu þær sér þægilega fyrir í sófanum og horfðu á DVD mynd.
Bjarni fastur við að þeyta egg.
Síðar um kvöldið vildi Anna Sólrún láta lesa fyrir sig og þær stöllur komu sér fyrir í rúminu hennar mömmu.
"Emma meiðir sig" lesin.
Byrjuð á piparkökunum.
Eftir heilmikinn piparkökubakstur voru húsveggirnir loksins tilbúnir.
Úpps, við misstum eina hliðina, en hún var snögglega límd saman aftur.
Ég komst að því að góð kæligrind er LYKILATRIÐI þegar kemur að piparkökubakstri og húsagerð.
Afrakstur erfiðisins! Nammi! :)
Bjarni með hálfa kerlingu.
Jól! Eða svona næstum því. :)
Verið að hreinsa "táslu-snússið"...
Jebb, blóð svitar og tár fóru í þetta. Við vorum ekki búin fyrr en eftir miðnætti!!
Comments:
|