Páskar
Sunnudagur 15. apríl (FBÞ) - [Sett á vefinn mánudaginn 23. apríl]
Og þá var komið að páskunum, "rétt einu sinni enn!". Við vorum þetta árið afspyrnulöt að skreyta fyrir páskana, enda ekki margt hér í landi sem minnir mann á að páskar séu á leiðinni. Við ákváðum að halda upp á páska með því að bjóða nokkrum Könum og Þjóðverja og Svisslendingi í heimsókn, þeim Kerri, Todd, Tally, Violu og Carlo. Deirdre (frá Írlandi) var boðið líka en hún gat ekki mætt, enda nýkominn úr stóraðgerð hjá tannsa.
Hrefna og Kerri keyptu stóra skinku sem Finnur eldaði og svo var boðið upp á rjómalagaða sveppasósu, brúnaðar kartöflur að hætti mömmu (sem Kanarnir hváðu þegar við sögðum hvað væri) og ávaxtasalat. Carlo var himinlifandi að vera boðið því að Viola, konan hans, er grænmetisæta og því lítið um kjötmáltíðir á hans heimili... :)
Veisluborðið nánast tilbúið
Við vorum svo bjartsýn að halda að kanarnir myndu nú allavega á páskunum klæða sig örlítið upp en svo var sko aldeilis ekki. Finnur var nánast litinn hornauga fyrir að vera í skyrtu og ekki í gallabuxunum... :)
Tally, Todd, Kerri, Carlo og Finnur
Todd og Kerri og "bapkan" hennar Kerri (sjá neðar).
Kerri bakaði "böpku" í eftirrétt sem er pólsk hefð á páskunum.
Babka líkist helst íslensku snúðunum (ekki
kanilsnúðunum heldur hinum) nema hvað þetta er mikið
stærra og með sykur-einhvers konar mylsnu
ofan á. Alveg dúndur-gott !! :)
Ekki var boðið upp á nein páskaegg enda áttum við engin, vorum svo óforsjál að gleyma að koma með páskaegg með okkur frá Íslandi...
|