Santa Cruz
Föstudagur 22. ágúst 2008 (HMG) [Sett á netið 3. maí 2009]
[Day three of daycare closure: Santa Cruz Boardwalk and Cara, one of Bjarki's primary nurses from the hospital.]
Á þriðja degi leikskólalokunar fórum við til strandbæjarins Stanta Cruz, lékum okkur á stöndinni og hittum Cöru, sem var ein af aðalhjúkkunum hans Bjarka á sínum tíma.
Komin til Santa Cruz.
Anna pósar fyrir framan sjóræningjaskipið.
Í styttuleik.
Í bílatæki. Hring eftir hring eftir hring... :)
Finnur fór í bláa rússibanann á meðan Anna fór í hringekjuna fyrir neðan.
Finnur var í öftustu röð.
Víííí! :)
Feðgin í sitt hvoru horninu.
Hring eftir hring eftir hring...
Gimmí fæv! :)
Komið að mömmu (í annarri röð) að fara í bláa rússibanann.
Vííí! :)
Finnur fór með Önnu í þessa gondóla-stóla og hefur sjaldan verið jafn skíthræddur.
Það er nákvæmlega ekkert sem kemur í veg fyrir að krakkar renni niður undir
öryggis"handriðið" og detti niður, og stólaferðin er lööööng.
Ég fór því næst á ströndina með bæði börnin á meðan Finnur fór í eitt tæki til að "klára miðana".
Ég sat hjá Bjarka og vonaði bara að Anna færi sér ekki á voða í öldunum, sem hún sem betur fer gerði ekki.
Stessið minnkaði aðeins þegar ég benti henni á þetta strandlón og hún fór beint að busla þar.
Sprett úr spori.
Mávarnir hrelltir.
Aðeins að kæla sig.
Næsta stopp: sandurinn.
Ein vel söndug. :)
Að skola af sér sandinn.
Bjarki sat á meðan rólegur og prófaði sandinn.
"Þetta er skrítinn staður". :)
Næsta stopp: veitingastaður þar sem við hittum Cöru, eina af fyrrverandi aðalhjúkkum Bjarka.
Anna Sólrún.
Ís í eftirrétt.
Cara með Bjarka.
Cara og systkinin.
Cara með Önnu og Bjarka.
Bjarki og Cara á góðri stundu.
Finnur búinn að bætast við í hópinn.
Gaman saman! :)
Jamm við vorum á þessum veitingastað.
Horft yfir á ströndina frá bryggunni sem veitingastaðurinn er á.
Sæljón að spóka sig.
Horft í átt að landi.
Þar með var míní-fríið okkar búið, og við tókum helgina í að jafna okkur. :)
Comments:
|