Exploratorium
Fimmtudagur 21. ágúst 2008 (HMG) [Sett á netið 3. maí 2009]
Á starfsdegi númer tvö skelltum við okkur upp til San Fran og kíktum á Exploratorium safnið, svo og á sæljónin við Pier 39.
Fyrsta mál á dagskrá: að fá sér að borða.
Anna raðar skrítnum kubbum.
Á meðan Anna lék með litla kubba, voru aðrir krakkar að leika með risa kubba.
Hátt til lofts, vítt til veggja.
Leikið á skynfærin.
Sitt hvoru megin við þilið var reitur með nokkrum formum: mismunandi þríhyrningum og kössum. Trikkið gekk út á
að annar raðaði formunum upp, og reyndi síðan að lýsa uppröðuninni fyrir hinum. Það gekk merkilega erfiðlega
og ég held að Anna hafi verið hissa með að ég sá ekki bara allt sem hún sá.
Hver er munurinn á venjulegum vatnsbrunni, og vatnsbrunni sem er klæddur eins og klósett?
Anna komin upp á risastóru kubbana.
Að fylgjast með.
Inni-tré.
Komin á Pier 39 að sérstakri ósk Önnu. Feðginin eru þarna uppi fyrir ofan skiltið hægra megin.
Horft eftir bryggunni utanverðri. Sæljónin halda sig þarna alveg úti á enda.
Túrhestainngangurinn að Bryggju 39.
" Blue & Gold Fleet" siglir meðal annars út til Alkatraz eyju sem sést þarna efst hægra megin.
Sæljón að flatmaga.
Eitt sæljónið þurfti að berjast fyrir að komast upp á pramma.
Kát feðgin.
Búin að færa sig örlítið. Hér er horft upp í borg.
Comments:
|