AHH í heimsókn
Fimmtudagur 17. apríl - 16. apríl 2008 (HMG) [Sett á netið 9. janúar 2009]
[Adda, Halli and Hildur Sif vist us from Iceland. Unfortunately they brought with them a flu-bug which felled us all, so we mostly stayed at home. Very intimate!! :) ]
Adda, Halli og Hildur Sif komu í heimsókn til okkar í apríl. Svo óheppilega vildi til að þú komu með flensupest með sér, og hún lagði eina manneskju í rúmið á tveggja daga fresti þar til fríinu lauk! Þetta var því óvenju "náið" frí, enda við pökkuð saman í litla íbúð mestan part tímans. Það var að sjálfsögðu leiðinlegt á komast ekki í hinar ýmsu skoðunarferðir, en á móti kemur að við náðum að eyða miklum tíma með gestunum sem var fyrir mestu.
Fimmtudagur 17. apríl 2008
Gosbrunnurinn fyrir utan Memorial Auditorium. Göngutúr með Öddu, Hildi Sif og Bjarka.
Á móti Memorial Auditorium er Hoover turninn. Þar vinna íhaldsmenn.
Bjarkaputtar.
Hildur Sif á hjólinu hennar Önnu.
Bara nokkuð kát! Henni sló örlítið niður eftir þessa útivist og það var því farið varlega næstu daga.
Þegar heim var komið úr gönguferðinni lognaðist Adda út af og lá í bælinu næstu daga með flensu.
Sunnudagur 20. apríl 2008
Eftir vaxtarkipp var Anna orðin of stór fyrir gamla hjólið sitt svo við fórum og keyptum næsta hjól í HotRock seríunni.
Hjólið prófað.
Sko mig! :)
Svona líka fallega fjólublátt! :)
Hildur Sif eitthvað örlítið efins við matarborðið.
Horft inn í stofuna.
Mánudagur 21. apríl 2008
Anna sópar stéttina.
Niður og upp!
Góðar saman. :)
Halli og Bjarki fylgjast með stelpunum út um gluggann.
Þriðjudagur 22. apríl 2008
Veikindabælið mikla. Þegar þarna var komið voru Anna, Finnur og mögulega Halli fallin í valinn.
Finnur les fyrir náttfatastelpurnar.
Fimmtudagur 24. apríl 2008
Við fórum loksins að versla! Við keyptum þessa sætu kjóla fyrir stelpurnar,
og sá var í miklu uppáhaldi amk hjá Önnu næsta árið.
Brosmildar að vanda. :)
Hrefna. Það er stólbakið sem er skakkt en ekki lampinn og myndin. :)
Mæðgur með snýtipappír í forgrunni. :)
Bjarki steinhissa yfir tölvunni hans Finns.
Síðar sama dag fóru stelpurnar út í garð.
Anna Sólrún er hér eitthvað að malda í móinn.
Hildur Sif ánægð á hjólinu.
Finnur skoðar tærnar á Bjarka.
Við vorum sérstaklega beðin um að mæta með fjölskyldumyndir í nýja bekkinn
hans Bjarka, svo hann gæti skoðað af okkur myndir þegar við værum í burtu.
Hrefna, Anna, Finnur og Bjarki.
Myndtökumaðurinn sjálfur, Hr. Hallgrímur. :)
Stelpurnar komnar á leik í garðinum.
Föstudagur 25. apríl 2008
Hjónakorn í sófa. :)
Herra Halli og frú Adda. :)
Finnur huuugsi. Líklega sorgmæddur yfir því að gestirnir væru að fara morguninn eftir.
Laugardagur 26. apríl 2008
Komin í ferðafötin og búið að bera töskurnar út í bíl. Heima á Íslandi beið Arnar Freyr
eftir þeim og því ekki eftir neinu að bíða.
Finnur fór með þeim á flugvöllinn til að endurheimta bílstólinn hennar Önnu. Það vantar Önnu á þessar myndir því
þau lögðu af stað eldsnemma um morguninn og Anna var hreinlega ekki vöknuð!
Comments:
|