Leikhús
Laugardagur 13. apríl 2002 (HMG) - [Sett á vefinn sunnudaginn 14. apríl]
Hann Fayaz beit það í sig að fara og sjá leikritið " The Glass Menagerie" eftir Tennessee Williams og að vandlega íhuguðu málið ákváðum við að fara með honum. Við ákváðum að vera svolítið ævintýragjörn og keyra bara upp til San Francisco á sýningardegi og athuga hvort að þeir ættu einhverja óselda miða - því við fáum nefnilega 50% stúdentaafslátt ef við kaupum miðana samdægurs! :)
Highway 280 í San Francisco. Hér sést í þessu ofur-furðulegu
pastellituðu kassahús sem eru út um allt í San Francisco.
Farin að nálgast miðbæinn - það sést í háhýsin í "Financial District" eða
viðskiptahverfinu! :)
Finnur og Fayaz hjá bílastæðahúsinu sem við lögðum í.
Fayaz og Finnur kátir á götuhorni
Séð upp eina brekkugötuna sem SF er fræg fyrir.
Borgin er ótrúlega hæðótt!
Eftir að hafa keypt miða fórum við með Fayaz á E&A Trading Co.
suðaustur-asískt veitingahús - en Fayaz er einmitt þaðan (frá Malasíu).
Staðurinn var með þessar líka fínu viftur í loftinu!
Við sátum að vísu uppi, en hérna er útsýnið niður á neðri hæðina.
Svo kom tími á að fara í leikhús. Það gladdi Fayaz (sem er annar af tveimur
reykingarmönnum sem við þekkjum hérna úti) óstjórnanlega að það væri reykt á sviðinu.
Ég stalst að sjálfsögðu til að taka mynd af salnum þó að það væri bannað.
Hins vegar þorði ég ekki að nota flassið og því eru þær allar frekar sjúskaðar.
Leikskráin. Við fengum sæti á fyrstu hæðinni en borguðum
bara $27 dollara fyrir hvern miða! :)
Fayaz og Hrefna bíða spennt eftir að leikritið hefjist.
Leikritið reyndist hin besta skemmtun. Í hléinu stalst ég
til að taka mynd af loftinu áður en það kom til mín kona og bannaði
mér að taka myndir. Það skal tekið fram að við sáum Hellisbúann í
þessu sama leikhúsi, og þá sátum við alveg uppi í rjáfri á efri svölunum!
Í hléinu fyrir utan húsið. Fólk að rabba saman.
Leikhúsið (sem kallast hinum ýmsu nöfnum, ýmist The Geary Theater,
The Curran Theater eða eitthvað annað) er nokkuð flott.
Eftir leikritið fórum við á nálægan "diner" og fengum okkur "sjeik".
Ég fékk mér súkkulaði, Finnur fékk sér jarðaberja og Fayaz fékk sér vanillu.
Hins vegar voru skammtarnir svo stórir að ég held að fái
mér ekki "sjeik" á næstunni... :)
Finnur og rauðu glimmer plast stólarnir.
Eftir að hafa borðað á okkur gat héldum við aftur suðureftir og keyrðum Fayaz heim.
Hann er þegar farinn að skipuleggja næstu leikhúsferð! :)
|