Áramótapartý
Þriðjudagur 31. desember 2002 (FBÞ) - [Sett á vefinn miðvikudaginn 1. janúar]
Guðrún og Snorri héldu veglega áramótaveislu í ár, buðu rúmlega 40 manns og matreiddu svínasteik ofan í mannskapinn. Partýið átti að standa frá fimm til fimm og áttu gestir að sjá um meðlætið með svínasteikinni/drykki/forrétti/eftirrétti. Sennilega mættu tæplega 50 manns (börn meðtalin) og var mikið stuð á mannskapnum...
Snorri fær hjálp í eldhúsinu, frá vinstri, Magga (kona Gísla), Snorri, Jónína og Aldís.
Guðrún og Snorri á góðri stund
Forréttirnir voru í boði Ágústar og Soffíu, ljúffengur
rækjukokteill á avocado.
Veislugestir í fúton-króknum
Elsa skammtar fyrir Kristborgu, Gunnar og Kjartan fylgjast með
Lotta, Eysteinn, Úlfar, Finnur og Eggert
Hrefna, Eggert, Styrmi, Kjartan, Þráinn og Lýður
Hrefna og Heiðdís
Barnakrókurinn
Alma Hildur og Þór fengu sér borð
Eftir matinn stóð hljómsveitin Flóttamennirnir (sem samanstóð af heimilisfólkinu
ásamt nokkrum gestum) fyrir dansleik í stofunni...
Dansað við undirleik
Svo var komið að gestum að spreyta sig á söngnum
Hér eru Ágúst og Soffía að syngja dúett, Eggert á gítar og Jónína fylgist með
Hér eru Lotta og Guðrún að syngja "I will survive"... :)
Áhorfendur skemmtu sér vel og dönsuðu og/eða sungu með
Svo var komið að eftirréttinum, ljúffengum heimalöguðum Toblerone
ís með Snickers ís-sósu, allt að hætti Berglindar...
Styrmir og Berglind
Soffía brosir fyrir myndavélina...
... og Guðrún stekkur til og sprellar :)
Svo var komið að því að hella í kampavínsglösin til að skála fyrir nýju ári...
... sem gekk í garð örlitlu síðar
Fólkið í stofunni að fylgjast með sjónvarpinu.
Lýður, Gísli (formaður Íslendinafélagsins) , Jónína og Þórir
Munda, Lýður, Eysteinn, Eggert og Jónína
Fullorðna fólkið söng ættjarðarljóðin
En litla fólkið fór út í bakgarð og kveiktu á stjörnuljósum
Kjartan, Gígja, Ágúst, Unnur og Gunnar
Sif í fanginu á Guðrúnu með stjörnuljós, Eggert tekur myndir og
Gunnar fylgist með
Gestirnir fóru að tínast út smám saman upp úr miðnætti og um tvöleytið voru allir
farnir nema við Hrefna, sem höfðum pantað gistingu á gestaherberginu.
Við vöktum öll saman fram eftir nóttu, spjölluðum og spiluðum Sequence
og svo um klukkan 4 um nóttina fórum við í háttinn.
Við vöknuðum svo rétt fyrir hádegi daginn eftir og héldum áfram að spila fram
að sólsetri en þá héldum við Hrefna heim á leið. Partýið, hafði því staðið
frá fimm til fimm eins og planað var (það var ekkert talað um hvort
verið væri að tala um fimm fyrir eða fimm eftir hádegi)... :) :)
Við þökkum Guðrúnu og Snorra kærlega fyrir frábært áramótapartý og
óskum um leið öllum lesendum gleðilegs nýs árs og þökkum samveruna á
liðnu ári! :) :)
|