Páskar í LA
Föstudagur 29. mars 2002 - Mánudagur 1. apríl (HMG) - [Sett á vefinn laugardaginn 13. apríl]
Ég var ekki fyrr lent í Kaliforníu en ég var komin aftur um borð í flugvél! Í þetta sinn var Finnur þó með í för og flugferðin tók bara 1 klst í staðinn fyrir tíu klukkustundir! Ferðinni var sem sagt heitið til Gunnhildar föðursystur minnar og fjölskyldu hennar í Los Angeles enda höfðum við ekki séð þau síðan í nóvember á síðasta ári!
Við flugum frá San Jose flugvelli til Burbank flugvallar í Los Angeles.
Hér situr Finnur og bíður eftir þeir opni flugvéladyrnar. Okkur fannst San Jose
flugvöllurinn helst minna á BSÍ, það var svo stutt á milli hliða og engin veggir
eða neitt eins og maður er vanur hjá stóru alþjóðlegu flugvöllunum.
Flugferðin gekk vel, við vorum að vísu næstum klst á eftir áætlun, en Jón og Orri komu
og náðu í okkur á flugvöllinn og fóru með okkur á Subway áður þeir keyrðu okkur heim.
Ég fór næstum beint í rúmið en Finnur fór beint út í bílskúr að gera við tölvur... hehe.. :)
Finnur reynir að henda Orra í ruslið fyrir að rústa tölvunni sinni.
Eitthvað var drengurinn myndafælinn þennan dag...
sama hvað Finnur reyndi og reyndi!
Greyið Orri! Fyrst er hann böggaður af Finni og síðan kemur
pabbi gamli (þ.e. Jón) og pikkar meira í hann!
En allt er gott sem endar vel... Við ákváðum að fara í Fry's,
Jón vildi kaupa geisladiskaskrifara og mig langaði í alvöru mp3 Jukebox
(20 GB harðan disk í formi vasadiskós).
Fry's nálægt Gunnhildi og Jóni í LA er svoldið sérstakt.
Það er allt innréttað í samræmi við Lísu í Undralandi
og aðrar barnasögur... Mér fannst þessi svoldið flottur... :)
Drengirnir með góssið. Ég fann því miður ekki Jukeboxið mitt þannig að ég fór
tómhent heim. Sniff sniff.
Brabra-brækur! Orri gengur alltaf í síðum bolum (sem ná niður fyrir rass)
og með buxurnar dregnar niður undir rassinn (það sést í þær þarna neðst til hægri).
Fyrir forvitnissakir kippti ég aðeins upp bolnum... og hvernig á maður að
standast svona myndatækifæri?!?! :)
Úr Fry's var farið í CostCo að kaupa í páskamatinn. Finnur lagði til að fjárfest yrði
Orri gætir körfunnar. Jón setur upp sakleysissvipinn.
"Ha?! Situr einhver í körfunni?!"
Svo kom sunnudagurinn og páskarnir þar með! Það var skinka á borðum
á la Gunnhildur.
Í páskamatinn kom hann Fernley, góðvinur og fyrrverandi skólafélagi Jóns
úr handritadeildinni í UCLA. Hann er nýbúinn að selja New Line kvikmyndahandrit
fyrir 300.000 dollara. Það eru 30 milljónir í íslenskum krónum. Hann fær víst
ekki útborgað fyrir en eftir einhverja mánuði, þannig að hann er ennþá sæmilega normal...:)
Gunnhildur ofurkokkur, Helena og Jón.
Finnur og Hrefna, Finnur hvítur sem föl enda búinn að vera inni við allan daginn
en ég nett karfaleg eftir smá steikingu utandyra.
Að máltíð lokinni vildi Jón fá mynd af sér að vaska upp.
Síðan rak Gunnhildur hann úr eldhúsinu og setti í vélina... hehe.
Jón kominn úr eldhúsinu og búinn að grafa upp myndavélina.
Nágrannarnir gáfu Helenu páskagjöf. Því miður var það svona
illþolandi "wind-chime" en það brostu allir og þökkuðu fyrir og
vonuðu að þetta myndi týnast sem fyrst...
Það var líf og fjör við myndatökur og myndaskoðanir.
Helena náði líka í vinnuborðið sitt og fór að lita af mikilli list.
Síðan kom mánudagurinn og Finnur hætti sér úti í sólina í fimm mínútur.
Hann hvarf samt fljótlega inn í bílskúr að leika við tölvurnar sínar. :)
Helena er að safna toppi og á líka tonn af Barbídúkkum.
Síðar um kvöldið flugum við heim og þá beið okkar þetta
"páskaegg" - fullt af Ferrero Rocher molum. Nammi namm!
Gleðilega páska! :)
|