Logi ver
Fimmtudagur 8. september 2005 (HMG) [Sett á netið 8. október 2005]
[Our Icelandic friend Logi, defends his doctoral thesis in EE.]
Hann Logi tók sig heldur betur til og varði doktorsritgerðina sína í rafmagnsverkfræði núna á dögunum. Þar með er hann næstum því búinn, hann þarf bara að klára að skrifa ritgerðina sína og svo er hann orðinn Dr. Logi! Við Logi byrjuðum á sama tíma í Stanford, en mér sýnist stefna í að ég verði með þeim síðustu að útskrifast af þeim sem byrjuðu með mér... sem er bæði gott og slæmt. Oh, well, eins og maður segir nú. Hvað um það, við mæðgur röltum í Packard bygginguna fyrir hádegi og hittum þar á Loga sem var að undirbúa sig fyrir fyrirlesturinn, eða veitingarnar öllu heldur! Því miður gátum við ekki hlustað á fyrirlesturinn því Anna þurfti að venju að mæta í leikskólann um klukkan 12:40, svo við létum okkur duga að borða með honum snemmbúinn hádegismat, taka myndir og óska honum velfarnaðar.
Tilkynningin um vörnina.
Logi við upphafs-"glæruna".
Uh, já, og hér sést að... :)
Veitingar, partur #1.
Anna Sólrún í kerrunni með "tusku".
Hvað ertu að taka af mér myndir núna? :)
Tassanee og Logi, en þau koma til með að gifta sig þann 15. októrber í Chicago.
Logi og Tassanee, nú fyrir framan hvítan vegg! :)
Tassanee hlær að brandara frá Loga. :)
Allar græjur tilbúnar í salnum.
Í þeim töluðu orðum komu pizzurnar, en þessi fyrirlestur var haldinn sem partur af vikulegri fyrirlestra-seríu
hjá MRI hópnum. Logi þurfti því sem betur fer ekki að borga fyrir þær sjálfur!
Taly talar við sinn fyrrverandi leiðbeinanda, og Viola gengur inn, þær vörðu báðar í vor. Það kom upp smá
umræða í hópnum mínum að við hefðum öll valið vitlaust svið, því þeir sem völdu segulómun eru allir að útskrifast
á meðan við hin sitjum eftir með sveitt ennin... Oh, well... :)
Pizzurnar hurfu hratt, sérstaklega þegar fólkinu tók að fjölga! :)
Síðan var kominn tími á að kveðja, ég náði loksins í skottið á Önnu Sólrúnu
(sem var farin að hlaupa hring eftir hring eftir...) og setti hana í kerruna sína...
... og beint upp í strætó! Hún mætti á leikskólann á réttum tíma og seinna
sama dag fengum við að vita að Logi hefði staðist vörnina sína! :)
TIL HAMINGJU MEÐ VÖRNINA LOGI!! :)
Comments:
|