50mm linsa
Sunnudagur 24. júlí 2005 (HMG) [Sett á netið 30. júlí 2005]
[I play with my 50mm lens as Anna (almost) turns 19 months old.]
Ég á tvær linsur á myndavélina mína, "kit" linsuna (18-55mm) og svo 50mm linsu (sem virkar sem 80mm linsa á minni vél) sem ég hef svo til ekkert notað. Hún á að vera góð til inni-nota og í andlitsmyndir (bakgrunnurinn verður allur "blörraður"), svo ég tók mig til, skipti um linsu og tók trilljón myndir af Önnu Sólrúnu. Hins vegar kann ég ekkert á myndavélina, svo sumar eru allt of dökkar og/eða úr fókus, aðrar undarlegar á litinn o.s.frv., en að venju lagaði ég þær aðeins í photoshop...
Áður en við lögðum af stað til Fremont í sund þá settum við Önnu Sólrúnu í kjól og gáfum henni að borða.
Blóm frá Kerri og John, þau voru að fara í ferðalag, svo við fengum þau í staðinn. :)
Comments:
|