Mánudagur 6. júní 2005
Stelpnaflóð og vindur!
Það er vindur úti! Ekki alveg “rok” en mjög nálægt því. Og vindurinn er kaldur!! Hvenær ætli himnarnir hrynji?!?! 🙂
Þess fyrir utan þá hafa undanfarnir dagar verið algjörir stelpudagar því þann 2. júní fæddi Sonja litla stelpu sem enn er ónefnd, þann 4. júní fæddi Íris einnig litla stelpu sem heitir Emilía Þórný og í gærkvöldi eignaðist Julie hans Próf. Tony Fraser-Smith litla stelpu sem heitir hvorki meira né minna en Maizie Elizabeth Dorothy Fagan! Þetta verður nú að teljast alveg met!! 🙂 Og við óskum þeim öllum og eiginmönnunum til hamingju með litlu dæturnar! 🙂
Ekki má svo gleyma að Bjarni bróðir varð 14 ára í gær (afmælisgjöfin kemur vonandi fljótlega!) og Margrét frænka Finns varð 8 ára (sömuleiðis). 🙂
Annars gerðist ekkert merkilegt í síðustu viku, ég bara sat heima á daginn og forritaði (hægt) í C++. Á laugardaginn fórum við til Guðrúnar og Snorra í Fremont og spiluðum það “settlers, knights and cities” og ég vann eftir ótrúlega jafnan leik. Á sunnudaginn fórum við í BBQ til rannsóknargrúppunnar hans Próf. Zebker af gömlum vana og borðuðum svo “second dinner” með Tinu og Kevin, nágrannahjónum okkar. Við vorum meiri að segja svo sein úr BBQ að við vorum ekki heima þegar þau bönkuðu fyrst! Oh, boj, oh, boj! En þetta hafðist allt fyrir utan að ég verð í fýlu út í vigtina næstu vikur! 😉
Anna Sólrún eyddi síðustu viku í nýja bekknum og það rann upp fyrir henni á degi þrjú að hún væri komin til að vera. Þar með er núna orðið aðeins erfiðara að skilja hana eftir, en alltaf þegar ég kem og sæki hana þá eru fóstrurnar mjög ánægðar með hana. Hún hefur t.d. alltaf farið að sofa eins og ljós (fyrir utan fyrsta daginn) og hún leikur sér við krakkana. Helsta vandamálið er að það eru ennþá nokkrir stórir krakkar eftir í bekknum, og þau eru ennþá aðeins að busa litlu krakkana. En vonandi róast þetta allt með tíð og tíma. Í dag (á eftir) er mitt fyrsta “co-op” í nýja bekknum sem verður fróðlegt. Ég þarf líklega aðallega að leika við börnin og taka til eftir þau, því það er ekki þveginn jafn mikill þvottur í TKP og CIP!